Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. desember 2011 02:30 Í kjallara skráningarstofu leyndarupplýsinga, ORNISS, í Búkarest rak bandaríska leyniþjónustan CIA leynifangelsi á árunum 2003 til 2006 og yfirheyrði grunaða hryðjuverkamenn. Fréttablaðið/AP Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur heimilað Isavia að svara fyrirspurn tveggja mannréttindasamtaka um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA á íslensku umráðasvæði. Ísland var á svörtum lista yfir lönd sem engu höfðu svarað í áfangaskýrslunni „Rendition on Record" sem út kom í desember. Helmingur Evrópulanda hunsaði algjörlega upplýsingabeiðni samtakanna, en óhóflegur dráttur var sagður orðinn á svari frá Íslandi. Samtökin sem kalla eftir upplýsingum um fangaflugið heita Reprieve og Access Info Europe. Þau vilja sýna fram á umfang flutnings CIA með fanga til staða þar sem þeir kunni að hafa verið pyntaðir. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að nú þegar heimild ráðuneytisins liggi fyrir verði farið í þá vinnu að svara fyrirspurn samtakanna. Svarið verði þó ekki hrist fram úr erminni því nokkuð þurfi að hafa fyrir því að sækja umbeðnar upplýsingar. „Þessir aðilar sendu okkur langan lista af skráningarnúmerum flugvéla, sem þýðir að leita þarf að þeim í kerfinu hjá okkur. Og það er handavinna sem tekur einhvern tíma," segir Friðþór. Að því loknu verði samtökunum sent svar. „Við klárum væntanlega snemma á nýju ári." Í flugumferðarstjórnargögnum sem Isavia hefur aðgang að má sjá bæði ferðir umræddra flugvéla í íslenskri lofthelgi og hvort og þá hvar þær kunna að hafa lent hér á landi. Bandaríkin, auk sex Evrópuríkja, Danmerkur, Finnlands, Þýskalands, Írlands, Litháen og Noregs, svöruðu fyrirspurn samtakanna áður en kom til útgáfu áfangaskýrslunnar í desember. Fimm Evrópulönd segja upplýsingarnar ekki til, auk þess sem evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol, Portúgal og Svíþjóð (auk Kanada) hafa neitað að svara fyrirspurninni. Tólf ríki hafa engu svarað en Íslendingar höfðu sagt að fyrirspurnin væri í ferli. Um þrír mánuðir eru síðan samtökin sendu fyrirspurn sína, en fram hefur komið að hún hafi fyrst farið til Flugmálastjórnar, sem áframsendi hana á Isavia, sem aftur vísaði því til innanríkisráðuneytisins hvort svara mætti fyrirspurninni. Sú heimild fékkst í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira