Körfubolti

Brock Gillespie sveik Grindvíkinga og kemur ekki til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur.
Brock Gillespie, bandaríski leikstjórnandinn sem var búinn að semja við Grindavík um að spila með liðinu í Iceland Express deild karla það sem er eftir lifði tímabilsins, er hættur við að koma til Íslands.

„Brock hafði samband við Grindavík í gær, tjáði okkur að hann hafi fengið betra tilboð og kæmi því ekki," segir í frétt um málið á heimasíðu Grindavíkur.

Gillespie átti að vera þriðji erlendi leikmaður Grindavíkurliðsins en Grindavík þurfti að skipta um Bandaríkjamann um áramótin þar sem að Jeremy Kelly meiddist í síðasta leik liðsins fyrir jól.

„Þetta er mikið áfall fyrir Grindavík og ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir liðið. Leit stendur nú yfir að nýjum leikmannim" segir í umræddri frétt á heimasíðu Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×