Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag brjann@frettabladid.is skrifar 25. janúar 2011 07:00 Meirihluti landsmanna vill samþykkja Icesave. Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins. Alls vilja 56,4 prósent að samkomulagið verði samþykkt, en 43,6 prósent vilja að því verði hafnað samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðið miðvikudagskvöld. Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vill innan við helmingur samþykkja Icesave-samkomulagið. Af þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn yrði gengið til þingkosninga nú sögðust um 47 prósent vilja samþykkja samninginn en tæplega 53 prósent vildu hafna honum. Stuðningurinn við nýja Icesave-samkomulagið er mestur innan Samfylkingarinnar, mun meiri en meðal stuðningsmanna hins stjórnarflokksins. Alls vill tæplega 71 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar samþykkja samkomulagið en 29 prósent hafna því. Minni stuðningur er við Icesave-samkomulagið hjá Vinstri grænum, 56 prósent vilja samþykkja það en 44 prósent vilja hafna því. Meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins styður nýja samkomulagið samkvæmt könnuninni. Um 60 prósent þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn sögðust vilja samþykkja samkomulagið, en um 40 prósent vildu hafna því. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar til Icesave-samkomulagsins. Um 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust myndu skila auðu, sleppa því að kjósa, eða vildu ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga nú. Af þeim stóra hópi vildu ríflega 57 prósent samþykkja samkomulagið en tæplega 43 prósent vildu hafna því. Fólk undir miðjum aldri vill frekar samþykkja Icesave-samkomulagið en þeir sem eldri eru. Alls vilja um 59 prósent fólks á aldrinum 18 til 49 ára samþykkja samkomulagið, en um 53 prósent af þeim sem eru 50 ára eða eldri. Karlar eru heldur líklegri en konur til að styðja samkomulagið sem nú hefur náðst. Um 58 prósent karla vilja samþykkja samkomulagið en 55 prósent kvenna. Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að Icesave-samkomulagið sem nú hefur náðst við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt? Alls tóku 73,4 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Icesave Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira