Ógn eða tækifæri? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. janúar 2011 06:15 Áður en kosningahneykslið brast á, var mikið talað um þá kröfu Samtaka atvinnulífsins að því verði komið á hreint hvaða breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en gengið verði frá almennum kjarasamningum. Viðbrögðin hafa fyrst og fremst einkennzt af hneykslun á því að samtökin láti sér detta þetta í hug og margvíslegum fullyrðingum um að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins komi meirihluta launafólks á Íslandi ekkert við. Það er þó reginmisskilningur. Starfsskilyrði og afkoma eins af helztu atvinnuvegum þjóðarinnar hafa að sjálfsögðu víðtæk áhrif á efnahagslífið og vinnumarkaðinn í heild. Í stjórnarliðinu eru á kreiki hugmyndir um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnun, sem geta sett afkomu og tekjur sjávarútvegsins í fullkomið uppnám, þótt ekki sé nema vegna hugsanlegra áhrifa á gengi krónunnar og þar með verðlag í landinu og skuldabyrði almennings. Á meðan óvissa ríkir um fiskveiðistjórnunina halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum í fjárfestingum og ný störf verða ekki til, hvorki hjá þeim né fyrirtækjum sem vinna fyrir sjávarútveginn. Meðal annars af þessum sökum kemur hlutskipti sjávarútvegsins öllum launþegum á Íslandi við. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kröfu SA, að líta á hana sem ógnun, eru alröng. Það á miklu frekar að líta á hana sem tækifæri til að loka útgerðarmenn rækilega inni í þeirri sátt, sem náðist í nefnd sjávarútvegsráðherra um framtíð fiskveiðistjórnunar. Hún gengur út á svokallaða samningaleið, sem er langt frá því að fela í sér óbreytt ástand eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Þvert á móti gerir samningaleiðin ráð fyrir að kveðið verði á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig undirstrikað að kvótinn er ekki eignarréttur, heldur tímabundinn afnotaréttur, sem gjald kemur fyrir. Kvótakerfið myndi hins vegar halda sér í aðalatriðum. Með því að negla niður slíka niðurstöðu er unnið gegn meginranglætinu í kvótakerfinu, að menn geti umgengizt þjóðareign eins og sína eigin, án þess að almenningur fái sinn skerf af arðinum af auðlindinni. En auðlindagjaldið þarf þá líka auðvitað að vera meira en það málamyndagjald sem útgerðin greiðir í dag. Krafan sem SA hefur gert um skýrar línur gerir vinnuveitendum í hópi útgerðarmanna nánast ókleift að hafna því að fara þessa leið. Og það væri miklu meiri árangur en náðst hefur til þessa, í áratuga þrefi um fiskveiðistjórnunina. Fyrir ríkisstjórnina hangir fleira á spýtunni. Aðildarviðræður við ESB yrðu til að mynda auðveldari. Sambúðin við sjávarútveginn yrði betri og Ísland myndi ekki grafa undan eigin kröfu um að sérstaða íslenzkrar fiskveiðistjórnunar sé virt með því að kollvarpa þeirri sömu fiskveiðistjórnun. Vegna þess að samningaleiðin byggist á að sömu sjónarmið gildi um afnot af auðlindunum í sjávarútvegi og öðrum greinum, gæti hún líka auðveldað ríkisstjórninni að finna til dæmis lausnir á álitamálum um nýtingu orkulinda. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki verið mjög fundvís á tækifæri, og sízt þau sem gera kröfu um að hugsað sé til langs tíma og í breiðu samhengi. En hún ætti að skoða þetta tækifæri vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Áður en kosningahneykslið brast á, var mikið talað um þá kröfu Samtaka atvinnulífsins að því verði komið á hreint hvaða breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en gengið verði frá almennum kjarasamningum. Viðbrögðin hafa fyrst og fremst einkennzt af hneykslun á því að samtökin láti sér detta þetta í hug og margvíslegum fullyrðingum um að rekstrarskilyrði sjávarútvegsins komi meirihluta launafólks á Íslandi ekkert við. Það er þó reginmisskilningur. Starfsskilyrði og afkoma eins af helztu atvinnuvegum þjóðarinnar hafa að sjálfsögðu víðtæk áhrif á efnahagslífið og vinnumarkaðinn í heild. Í stjórnarliðinu eru á kreiki hugmyndir um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnun, sem geta sett afkomu og tekjur sjávarútvegsins í fullkomið uppnám, þótt ekki sé nema vegna hugsanlegra áhrifa á gengi krónunnar og þar með verðlag í landinu og skuldabyrði almennings. Á meðan óvissa ríkir um fiskveiðistjórnunina halda sjávarútvegsfyrirtækin að sér höndum í fjárfestingum og ný störf verða ekki til, hvorki hjá þeim né fyrirtækjum sem vinna fyrir sjávarútveginn. Meðal annars af þessum sökum kemur hlutskipti sjávarútvegsins öllum launþegum á Íslandi við. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kröfu SA, að líta á hana sem ógnun, eru alröng. Það á miklu frekar að líta á hana sem tækifæri til að loka útgerðarmenn rækilega inni í þeirri sátt, sem náðist í nefnd sjávarútvegsráðherra um framtíð fiskveiðistjórnunar. Hún gengur út á svokallaða samningaleið, sem er langt frá því að fela í sér óbreytt ástand eins og sumir hafa látið í veðri vaka. Þvert á móti gerir samningaleiðin ráð fyrir að kveðið verði á um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, að gerðir verði samningar um nýtingu aflaheimilda og þannig undirstrikað að kvótinn er ekki eignarréttur, heldur tímabundinn afnotaréttur, sem gjald kemur fyrir. Kvótakerfið myndi hins vegar halda sér í aðalatriðum. Með því að negla niður slíka niðurstöðu er unnið gegn meginranglætinu í kvótakerfinu, að menn geti umgengizt þjóðareign eins og sína eigin, án þess að almenningur fái sinn skerf af arðinum af auðlindinni. En auðlindagjaldið þarf þá líka auðvitað að vera meira en það málamyndagjald sem útgerðin greiðir í dag. Krafan sem SA hefur gert um skýrar línur gerir vinnuveitendum í hópi útgerðarmanna nánast ókleift að hafna því að fara þessa leið. Og það væri miklu meiri árangur en náðst hefur til þessa, í áratuga þrefi um fiskveiðistjórnunina. Fyrir ríkisstjórnina hangir fleira á spýtunni. Aðildarviðræður við ESB yrðu til að mynda auðveldari. Sambúðin við sjávarútveginn yrði betri og Ísland myndi ekki grafa undan eigin kröfu um að sérstaða íslenzkrar fiskveiðistjórnunar sé virt með því að kollvarpa þeirri sömu fiskveiðistjórnun. Vegna þess að samningaleiðin byggist á að sömu sjónarmið gildi um afnot af auðlindunum í sjávarútvegi og öðrum greinum, gæti hún líka auðveldað ríkisstjórninni að finna til dæmis lausnir á álitamálum um nýtingu orkulinda. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki verið mjög fundvís á tækifæri, og sízt þau sem gera kröfu um að hugsað sé til langs tíma og í breiðu samhengi. En hún ætti að skoða þetta tækifæri vel.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun