Körfubolti

KR hafði betur gegn Haukum í framlengdum leik

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Margrét Kara skoraði 24 stig í kvöld.
Margrét Kara skoraði 24 stig í kvöld. Mynd/Daníel

Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í dag. Í A-riðli deildarinar tók KR á móti Haukum í DHL-Höllinni í Vesturbænum. KR vann eins stig sigur 67-66 eftir framlengdan leik.

Margrét Kara Sturludóttir lék vel í liði KR, skoraði 24 stig og tók að auki 10 fráköst. Hjá Haukum var Kathleen Snodgrass stigahæst með 18 stig og tók 12 fráköst.

Grindavík vann góðan sigur á Fjölni í uppgjöri tveggja neðstu liðanna í B-riðli, 82-51. Janese Banks fór fyrir liði Grindavíkur og skoraði 31 stig auk þess að taka 11 fráköst.

Berglind Anna Magnúsdóttir skoraði einnig 17 stig fyrir heimastúlkur en atkvæðamest í liði Fjölnis voru þær Bergþóra Holton Tómasdóttir og Inga Buzoka með 19 stig. Buzoka tók einnig 15 fráköst í leiknum.



KR-Haukar 67-66 (16-19, 16-15, 10-17, 21-12, 4-3)



KR: Margrét Kara Sturludóttir 24/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 8/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6/12 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/5 fráköst, Chazny Paige  Morris 3.

Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 18/12 fráköst, Íris Sverrisdóttir 14, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/19 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 12/9 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 7/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 2/5 fráköst.



Grindavík-Fjölnir 82-51 (22-10, 18-15, 18-20, 24-6)


Grindavík: Janese Banks 31/11 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 17/7 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 10/15 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Agnija  Reke 6/10 stoðsendingar/10 stolnir, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Mary Jean Lerry F. Sicat 1.

Fjölnir: Inga Buzoka 19/16 fráköst/9 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 19/7 stoðsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir 6/4 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 4, Erna María Sveinsdóttir 3.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×