Golf

Erfitt hjá Tinnu á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daníel
Tinna Jóhannsdóttir, kylfingur úr GK, er meðal neðstu keppenda í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi eftir fyrstu þrjá keppnishringina.

Tinna lék í dag á 79 höggum eða átta höggum yfir pari vallarins og er í 89.-90. sæti.

Alls eru fimm keppnisdagar á mótinu en aðeins 50 efstu fá að spila fimmta hringinn. 30 efstu keppendur mótsins fá svo þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Tinna er nú á sextán höggum yfir pari eða 8-9 höggum frá væntanlegum niðurskurði. Það verður því nánast ógerningur fyrir hana að komast í hóp 50 efstu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×