Of mikið veitt í Soginu Af Vötn og Veiði skrifar 13. janúar 2012 09:58 Mynd af www.svfr.is Nokkrir af sérfræðingum VMSt hafa sent frá sér niðurstöður á rannsóknum á fiskistofnum og lífríki Sogsins. Þar virðist hafa verið veitt meira en stofninn þolir og vatnsborðshækkanir hafa valdið seiðum búsyfjum svo eitthvað sé nefnt. Veiði í Soginu hefur verið vaxandi síðustu sumur og sennilegast má rekja það að flestu leyti til uppkaupa á netum í Ölfusá, en fleira gæti spilað inn í. Hvað sem því líður þá hefur þessi veiðiaukning kannski ekki endilega endurspeglað alla söguna um það sem er, og hefur verið, að gerast í lífríki Sogsins, en þar eru sem kunnugt er þrjár virkjanir og ein slík dygði til að hafa áhrif á lífríki árinnar. Hvað þá þrjár. En niðurstöður fiskifræðingana eru athyglisverðar, ekki hvað síst hversu léleg hrygning er í efsta hluta Sogsins, þá að líkindi eru á því að of mikið hafi verið veitt úr laxastofninum og ekki hvað síst, það sem þó flesta eða alla grunaði, að vatnsborðslækkanir hafa haft áhrif á seiðaframleiðslu. En kíkjum aðeins á úrdrátt úr frétt þeirra VMSt-manna. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4118 Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði
Nokkrir af sérfræðingum VMSt hafa sent frá sér niðurstöður á rannsóknum á fiskistofnum og lífríki Sogsins. Þar virðist hafa verið veitt meira en stofninn þolir og vatnsborðshækkanir hafa valdið seiðum búsyfjum svo eitthvað sé nefnt. Veiði í Soginu hefur verið vaxandi síðustu sumur og sennilegast má rekja það að flestu leyti til uppkaupa á netum í Ölfusá, en fleira gæti spilað inn í. Hvað sem því líður þá hefur þessi veiðiaukning kannski ekki endilega endurspeglað alla söguna um það sem er, og hefur verið, að gerast í lífríki Sogsins, en þar eru sem kunnugt er þrjár virkjanir og ein slík dygði til að hafa áhrif á lífríki árinnar. Hvað þá þrjár. En niðurstöður fiskifræðingana eru athyglisverðar, ekki hvað síst hversu léleg hrygning er í efsta hluta Sogsins, þá að líkindi eru á því að of mikið hafi verið veitt úr laxastofninum og ekki hvað síst, það sem þó flesta eða alla grunaði, að vatnsborðslækkanir hafa haft áhrif á seiðaframleiðslu. En kíkjum aðeins á úrdrátt úr frétt þeirra VMSt-manna. Meira á https://www.votnogveidi.is/fraedsla/visindi/nr/4118
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Fjórar ár komnar yfir 1000 laxa Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði