Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Karl Lúðvíksson skrifar 27. janúar 2012 14:27 Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. Af vef ráðuneytisins eru þær upplýsingar að heimildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarfa. Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í auglýsingu sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á næstunni.Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnunheimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september.
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði