Fleiri útboð á döfinni Karl Lúðvíksson skrifar 1. febrúar 2012 09:39 Mynd af www.svfr.is Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum. Haukadalsá hefur verið í umsjón erlendra aðila, en svisslendingur nokkur sem hefur verið nokkuð áberandi í leigu á veiðiám hefur haldið veiðiréttinum undanfarna áratugi. Er áin auglýst frá og með árinu 2013 í fjögur ár samtals. Skógá hefur átt undir högg að sækja undanfarin tvö ár sökum eldgosa og öskufalls á Suðurlandi. Hefur lax skilað sér illa og áin verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Óskað er tilboða í veiðiréttinn til allt að tíu ára í senn. Væntanlega er horft til þess að rækta upp ána á nýjan leik, en Skógá er háð gönguseiðasleppingum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Síðasti séns í Þingvallavatni Veiði