Íslenski boltinn

Uppgjör bestu liðanna í Reykjavíkurmóti kvenna er í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen hefur skorað sex mörk í tveimur leikjum.
Elín Metta Jensen hefur skorað sex mörk í tveimur leikjum. Mynd/Pjetur
Valskonur geta farið langt með því að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn fimmta árið í röð þegar þær taka á móti Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Bæði liðin hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu af öryggi og þetta er því óopinber úrslitaleikur mótsins.

Valur hefur unnið þennan titil frá og með árinu 2008 og undanfarin þrjú ár hafa Fylkiskonur endaði í öðru sæti. Leikurinn í kvöld er sýndur beint á Sporttv.is og hefst klukkan 19.00. Strax á eftir mætast síðan lið Fjölnis og KR.

Valur hefur unnið báða leiki sína á mótinu 5-0 en í þeim báðum hefur hin sextán ára gamla Elín Metta Jensen (fædd 1995) skoraði þrennu. Margrét Björg Ástvaldsdóttir og Anna Björg Björnsdóttir skoruðu báðar þrennu fyrir Fylki í 6-1 sigri á Þrótti á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×