Markús: Hver fullyrti að yfirtakan á Glitni hefði engin áhrif ? Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2012 15:35 Össur Skarphéðinsson heilsar Sigríði J. Friðjónsdóttur saksóknara þegar hann mætir fyrir Landsdóm. mynd/ gva. Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við. Landsdómur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fullyrt var við Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, í september 2008 að yfirtaka ríkisins á 75% hlut í Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Össur sagði frá þessu í vitnastúku í Landsdómi í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, spurði Össur að því hver hefið fullyrt þetta við sig. „Í fyrsta skiptið var það á fundi þar sem ég spurði um þetta. Þá var það upplýst að deginum áður hefði verið fundur í Seðlabankanum. Þá hafi Sgurjón Þ Árnason verið spurður að þessu og þá hefði hann svarað því að svo væri ekki. Ég held að það hafi verið þáverandi seðlabankastjóri sem sagði þetta. Ég er ekki alveg vissum að hann hafi sagt mér satt," sagði hann. Hann hafi þá spurt annan mann út í þetta mál og fengið sömu svör. Síðar um kvöldið hafi hann svo spurt Davíð aftur. Þá hafi hann fengið símasamband við Halldór J. Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og hafi svör hans verið á sama veg. Össur sagði meðal annars að hann hefði ekki haft hugmynd um það á árinu 2008 að hætta vofði yfir íslenska ríkinu í efnahagsmálum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þessi hætta vofði yfir íslenska ríkinu. Ég fylgdist vel með þjóðmálum í gegnum fjölmiðla," sagði Össur. Í upphafi árs hefði ekki verið ástæða til að ætla að veruleg hætta væri á ferðum, þó að fréttir hefuð borist af lausafjárskorti. Hann benti meðal annars á skýrslu Seðlabankans í maí það árið sem hefði gert menn rórri. „Skýrsla frá seðlabankanum í maí var túlkuð þannig fjölmiðlum og af stjórnmálamönnum að staða bankana væri í lagi," sagði Össur. Þá sagði Össur að í fyrsta skipti sem Davíð hefði rætt ástand í efnahagsmálum við ríkisstjórnina hefði verið á ríkisstjórnarfundi í lok september 2008. Það var á umtöluðum fundi þar sem Davíð gerði grein fyrir því að sér þætti að ríkisstjórnin ætti að fara frá og þjóðstjórn að taka við.
Landsdómur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira