Urðu fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2012 09:45 Jón Þór Sturluson segir að viðbrögð Darlings hafi valdið vonbrigðum. mynd/ gva. Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór. Landsdómur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sendinefnd íslenskra ráðherra og embættismanna sem fór til fundar með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í byrjun september 2008 varð fyrir miklum vonbrigðum með fundinn. Þetta sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Jón Þór átti sæti í sendinefndinni ásamt viðskiptaráðherra og fleirum. „Það sem við ákveðum eftir samskipti við forsvarsmenn Landsbankans og stjórnar Fjármálaeftirlisins er að óska eftir fundi með Alistair Darling. Það var vegna þess að okkur grunaði að pólitík væri farin að blandast inn í ákvarðanir breska fjármálaeftirlitsins," sagði Jón Þór. Þess vegna hafi verið ákveðið að íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn myndu funda með honum. Skilaboðin voru þau að þrátt fyrir að rekstur Landsbankans væri traustur þá væri mikil hætta varðandi fjámögnun hans ef ekki tækist að flytja Icesave-reikninga yfir í dótturfélög Landsbankans. Ekki mætti gera óraunhæfar væntingar um flutning á eiginfé úr Landsbankasamstæðunni yfir í dótturfélagið. „Viðbrögð Darlings voru mjög sérkennileg. Það sást best á því hversu stóra sendinefnd við sendum hvað við litum málið alvarlegt," sagði Jón Þór. Samt hafi Darling sagt þegar íslenska sendinefndin var að kveðja: „Skiljið þið ekki hvað málið er alvarlegt." Jón Þór sagði að Darling hafi ekkert hlustað á íslensku sendinefndina. Hann hafi haft meiri áhyggjur af því sem var að gerast heimafyrir í efnahagsmálum Breta. „Hann lýsti yfir vonbrigðum með þennan fund en það voru líka margir fyrir vonbrigðum með viðbrögð Darlings," sagði Jón Þór.
Landsdómur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira