Verjandinn of seinn í skýrslutökur yfir Baldri Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 11:06 Mynd/GVA Vitnaleiðslur yfir Baldri Guðlaugssyni frestuðust um örstutta stund vegna þess að Andri Árnason, verjandi Geirs, var of seinn inn í réttarsalinn nú á ellefta tímanum. Eftir að vitnaleiðslum yfir Ingimundi Friðrikssyni lauk gerði Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, tíu mínútna hlé á vitnaleiðslum. Dómarar mættu tímanlega í salinn í Þjóðmenningarhúsinu eftir hléið og hugðust hefja réttarhöldin að nýju. Þegar ljóst var að Andri var ekki mættur spurði Markús ákærða, Geir Haarde, að því hvort hann samþykkti að saksóknari myndi byrja að spyrja Baldur Guðlaugsson þótt verjandinn væri ekki mættur í salinn. Geir spurði þá að móti hvort Markús samþykkti að bíða örstutta stund á meðan leitað yrði að Andra. Markús samþykkti það í örstutta stund. Þegar ekkert bólaði á Andra hugðist Markús hefja réttarhaldið án hans, en í þann mund sem það var að hefjast gekk Andri inn í salinn. Það kom því ekki til þess að réttarhaldið hæfist í fjarveru hans. Það skal tekið fram að það voru aðeins örfáar mínútur sem liðu frá því að dómarar gengu í salinn og þangað til Andri gekk inn. Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þegar bankahrunið varð og í aðdraganda þess. Sem slíkur sat hann í samráðshópi um fjármálastöðugleika. Hann var nýlega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa hagnýtt í eigin þágu upplýsingar sem hann fékk í því starfi. Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vitnaleiðslur yfir Baldri Guðlaugssyni frestuðust um örstutta stund vegna þess að Andri Árnason, verjandi Geirs, var of seinn inn í réttarsalinn nú á ellefta tímanum. Eftir að vitnaleiðslum yfir Ingimundi Friðrikssyni lauk gerði Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, tíu mínútna hlé á vitnaleiðslum. Dómarar mættu tímanlega í salinn í Þjóðmenningarhúsinu eftir hléið og hugðust hefja réttarhöldin að nýju. Þegar ljóst var að Andri var ekki mættur spurði Markús ákærða, Geir Haarde, að því hvort hann samþykkti að saksóknari myndi byrja að spyrja Baldur Guðlaugsson þótt verjandinn væri ekki mættur í salinn. Geir spurði þá að móti hvort Markús samþykkti að bíða örstutta stund á meðan leitað yrði að Andra. Markús samþykkti það í örstutta stund. Þegar ekkert bólaði á Andra hugðist Markús hefja réttarhaldið án hans, en í þann mund sem það var að hefjast gekk Andri inn í salinn. Það kom því ekki til þess að réttarhaldið hæfist í fjarveru hans. Það skal tekið fram að það voru aðeins örfáar mínútur sem liðu frá því að dómarar gengu í salinn og þangað til Andri gekk inn. Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu þegar bankahrunið varð og í aðdraganda þess. Sem slíkur sat hann í samráðshópi um fjármálastöðugleika. Hann var nýlega dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa hagnýtt í eigin þágu upplýsingar sem hann fékk í því starfi.
Landsdómur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira