Drógu lappirnar í dótturfélagavæðingu Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. mars 2012 10:57 Ingimundur Friðriksson, var einn af þremur bankastjórum Seðlabankans ásamt Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni heitnum. Ingimundur er nú búsettur í Osló. Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag. Landsdómur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Ingimundur Friðriksson, einn seðlabankastjóranna fyrrverandi, spurðist sérstaklega fyrir um það á fyrri hluta árs 2008 hvort þvinga mætti Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag með lagabreytingu því Landsbankamenn höfðu lítið sem ekkert gert til að flýta fyrir flutningi reikningana úr íslenskri ábyrgð. Þetta kom fram í fundargerð samráðshóps um fjármálastöðugleika sem saksóknari Alþingis vitnaði til í skýrslutöku yfir Ingimundi Friðrikssyni fyrir Landsdómi. Málið snýst um ákærulið 1.4, þ.e flutning Icesave- dótturfélag. Fram kom í skýrslu Ingimundar að erlendu matsfyrirtækin hefðu á árinu 2006 gert athugasemdir við það að innlán væru of lítill hluti af skuldahlið efnahagsreikninga bankanna. Innlán hafi verið metin traust leið til fjármögnunar. IF vitnaði til þess að Landsbankinn hefði verið sá fyrsti sem hefði hafið söfnun innlána erlendis. Ingimundur sagðist aðspurður fyrst hafa fengið vitneskju um það á fyrri hluta árs 2008 að áhersla væri lögð á flutning Icesave í dótturfélag. Sigríður J. Friðjónsdóttir spurði hvort mönnum hafi ekki verið ljós hættan sem fylgdi innlánsreikningunum. Ingimundur sagði að öllum hefði verið ljóst að þessir reikningar væru hvikir. Umræða í fjölmiðlum hefði haft áhrif á hversu stöðugar þessar innistæður voru í Landsbankanum. Fór fram greining á áhættu vegna innistæðna? Ingimundur sagðist ekki minnast þess. Vitnað var til umræðu í samráðshóp um fjármálastöðugleika 22. júlí 2008. Fram kom í fundargerð hópsins að ferli á flutning í dótturfélag hafi ekki verið hafið og Landsbankinn hafi verið á móti því. Voru unnin viðbrögð vegna þessara upplýsinga? „Það kom okkur á óvart á þessum fundi í júlí að flutningurinn væri ekki hafinn af hálfu Landsbankans," sagði Ingimundur. Vitnað til þess að Ingimundur hafi spurt hvort þrýsta mætti á Landsbankamenn til að flytja reikningana með reglugerðar eða lagabreytingum. Sigríður spurði um þetta, hvort þarna hafi hann verið að spyrja hvort beita mætti valdi til að þrýsta á Landsbankann á að flytja þetta í dótturfélag, Ingimundur svaraði því játandi, en sagði að með spurningunni hafi hann viljað afla sér upplýsinga um það sem hægt var að gera, ekki að leggja þetta til. Voru uppi hugmyndir um að stöðva innlánasöfnun? „Ekki voru úrræði til þess. Það þarf auðvitað líka að setja þetta í samhengi við fjármögnun bankans. Þetta var orðinn stór þáttur í fjármögnun Landsbankans," sagði Ingimundur. Andri Árnason, verjandi Geirs, spurði Ingimund um tölvupóst frá Landsbankanum frá 17. ágúst 2008 um helstu vandamál sem Landsbankamenn glímdu við við flutning á Icesave í dótturfélag. Áður hefur komið fram að FSA í Bretlandi gerði mjög stífar kröfur um flutning eigna til Bretlands ef reikningarnir ættu að fara í dótturfélag undir breska ábyrgð. Var eitthvað sem ákærði (Geir H. Haarde) gat gert til að flýta fyrir? Ingimundur sagði að ekki hefði komið til tals að leita til forsætisráðherra. Málið hefði fyrst og fremst verið á vettvangi Fjármálaeftirlitsins heima á Íslandi. Að lokinni skýrslutöku yfir Ingimundi var tekið stutt hlé. Ingimundur, sem er hagfræðingur að mennt eins og ákærði, fór út úr salnum og þeir mættust eitt augnablik í viðurvist fréttamanns, Geir og Ingimundur og tóku spjall saman. Ingimundur gaf ekki kost á viðtali, en fréttamanni tókst að yfirfara nokkur atriði með honum úr skýrslutökunni og gat hann staðfest að rétt væri haft eftir. Ingimundur fer síðan aftur utan, en hann er búsettur í Osló í dag.
Landsdómur Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira