Innlent

Fjöldi fólks fylgist með máli Geirs

Gríðarlegur fjöldi fólks er kominn saman í Þjóðmenningarhúsinu á Hverfisgötu til þess að fylgjast með málaferlum gegn Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari eru mætt í salinn. Það á einnig við um Andra Árnason, verjanda Geirs. Geir gekk inn í salinn þegar klukkan var tvær mínútur i níu. Réttarhöldin munu hefjast um klukkan níu. Sagt verður frá réttarhöldunum á Stöð 2, Bylgjunni og á Vísi í allan dag.

Fjölskylda Geirs er í Þjóðmenningarhúsinu til að fylgjast með réttarhöldunum og einnig fjöldi kunningja hans. Þar á meðal Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður hans, og Gréta Ingþórsdóttir sem einnig var aðstoðarmaður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×