Sport

Eygló Ósk náði EM lágmarki í 200 metra fjórsundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti nýtt glæsilegt stúlknamet í 200 metra fjórsundi á ACTAVIS móti SH í gær en hún náði jafnframt lágmarki inn á Evrópumótið með því að synda vegalengdina á 2.20.86 mínútum.

Anton Sveinn McKee úr Ægi var með stighæsta sund í karlaflokki þegar hann synti 200 metra fjórsund á 2:21.26 mínútum en Inga Elín Cryer úr ÍA náði besta afreki kvenna í gær þegar hún synti 800 metra skriðsund á 9.04.93 mínútum. Anton Sveinn fékk 732 stig fyrir sitt sund en Inga Elín fékk 745 stig fyrir sitt sund.

Eygló Ósk náði þriðja stigahæsta sundinu þegar hún setti stúlknametið en það gaf henni 718 stig. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR fékk 743 stig þegar hún synti 50 metra skriðsund á 26,19 sekúndum.

Rebekka Jaferian úr Ægi synti 800 metra skriðsund á 9.24.22 mínútum og náði með því lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×