Málflutningi Sigríðar lokið Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2012 16:04 Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari flytur mál sitt. mynd/ gva Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Hún sagði að fundargerðir ríkisstjórnarfunda, sem skylt væri að skrá, bæru með sér að málin hefðu ekkert verið rætt með formlegum hætti. „Ef ákærði hefur verið að ræða þetta í upphafi fundar eða undir önnur mál - ef hann hefur verið að kynna mönnum það sem þarna var að gerast mætti ætla að það hefði verið eðlilegt að það hefði verið skýrt frá þessum umræðum. Þess sér aldrei stað í fundargerðum,“ sagði Sigríður. Þá gagnrýndi Sigríður að ekki hafi verið haft samráð við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og hann upplýstur um stöðu mála. „Ákærði sem verkstjóri í ríkisstjórninni bar ábyrgð á því að halda viðskiptaráðherra upplýstum – alveg burtséð frá því hvernig málum var háttað í Samfylkingunni,“ sagði Sigríður um samskiptin við Björgvin. Málflutningi Sigríðar er nú lokið. Þinghaldi hefur verið frestað til klukkan níu í fyrramálið en þá mun Andri Árnason, verjandi Geirs, flytja mál sitt. Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag. Hún sagði að fundargerðir ríkisstjórnarfunda, sem skylt væri að skrá, bæru með sér að málin hefðu ekkert verið rætt með formlegum hætti. „Ef ákærði hefur verið að ræða þetta í upphafi fundar eða undir önnur mál - ef hann hefur verið að kynna mönnum það sem þarna var að gerast mætti ætla að það hefði verið eðlilegt að það hefði verið skýrt frá þessum umræðum. Þess sér aldrei stað í fundargerðum,“ sagði Sigríður. Þá gagnrýndi Sigríður að ekki hafi verið haft samráð við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, og hann upplýstur um stöðu mála. „Ákærði sem verkstjóri í ríkisstjórninni bar ábyrgð á því að halda viðskiptaráðherra upplýstum – alveg burtséð frá því hvernig málum var háttað í Samfylkingunni,“ sagði Sigríður um samskiptin við Björgvin. Málflutningi Sigríðar er nú lokið. Þinghaldi hefur verið frestað til klukkan níu í fyrramálið en þá mun Andri Árnason, verjandi Geirs, flytja mál sitt.
Landsdómur Tengdar fréttir Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16 Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08 Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sigríður: Heill íslenska ríkisins var í hættu Hættan sem vofði yfir Íslandi á árinu 2008 var fyrirfram sýnileg af manni í sporum forsætisráðherra, sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir þegar hún hóf málflutning fyrir Landsdómi í dag. 15. mars 2012 13:16
Saksóknari: Fráleitt að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans Það er fráleitt af Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að skýla sér á bakvið rit Seðlabankans um fjármálastöðugleika árið 2008. Þetta sagði Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, í málflutningi sínum fyrir Landsdómi í dag. Stjórnmálamenn hafa ítrekað visað í það, bæði fyrir Landsdómi og áður, að Seðlabankinn hafi ekki varað formlega við hættum í aðdraganda hrunsins. Í umræddu riti Seðlabankans hafi komið fram að staða bankanna væru að mestu leyti í lagi. 15. mars 2012 14:08
Sigríður: Möguleiki á að selja eignir Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, hafnar þeim skýringum að forsætisráðherra hafi ekki getað gert neitt til þess að beita sér fyrir því að bankarnir færu úr landi eða myndu minnka efnahagsreikning sinn á árinu 2008. 15. mars 2012 14:57