Golf

Tiger kominn í sjötta sætið á heimslistanum

Tiger gat loksins leyft sér að brosa í gær.
Tiger gat loksins leyft sér að brosa í gær.
Sigur Tiger Woods á Arnold Palmer-mótinu gaf honum mikið sjálfstraust og ekki bara það því hann er nú kominn upp í sjötta sætið á heimslistanum. Hann fór upp um tólf sæti á listanum með sigrinum.

Tiger hafði ekki unnið PGA-mót í 923 daga og var búinn að taka þátt í 27 mótum í röð án þess að vinna. sigur hans í gær var mjög sannfærandi.

Þetta var sjöundi sigur Woods á Bay Hill og hann er nú kominn inn á topp tíu listann í fyrsta skipti síðan í maí á síðasta ári.

Luke Donald er í efsta sæti listans og Rory McIllroy er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×