Innlent

Undirbúa uppsetningu Svanavatnsins

Nemendur Listdansskóla Íslands leggja nú nótt við dag við undirbúning stórsýningarinnar Svanavatnið í Svartaskógi sem flutt verður í Borgarleikhúsinu á mánudag klukkan fimm og átta.

Sýningin er haldin í tilefni sextugsafmælis skólans.

„Þetta er viðamikil og flott uppfærsla sem allir nemendur skólans taka þátt í," segir Lára Stefánsdóttir skólastjóri. Sýningin er að stórum hluta sambærileg hinum klassíska ballet sem fluttur er við tónlist Tsjaíjkovskís en nútímabragur er á sumum atriðum sem skýrir breytta nafngift.

„En söguþráðurinn er kunnuglegur og ástin sigrar að lokum," segir Lára. Ljósmyndarar Fréttablaðsins þeir Anton Brink og Haraldur Guðjónsson litu við á æfingar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×