Geir H. Haarde: Dómurinn pólitísk málamiðlun 23. apríl 2012 19:42 „Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur. Landsdómur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
„Dómararnir vildu ná pólitískri málamiðlun gagnvart fólkinu á Alþingi sem stóðu fyrir þessu gönuhlaupi," sagði Geir H. Haarde í viðtali við Þorbjörn Þórðarson í Íslandi í dag. Geir segir málið há-pólitískt, hann sé eldri en tvævetur í pólitík, „og ég finn lyktina af pólitík þar sem hana er að finna," sagði Geir. Geir er fyrsti fyrrverandi ráðherrann í heiminum sem hefur verið dreginn ábyrgðar vegna efnahagshrunsins. Hann var dæmdur brotlegur í Landsdómi í dag gegn stjórnarskránni en sýknaður af þremur öðrum ákæruliðum. Hann segist hafa verið undirbúinn fyrir báðar niðurstöður í dag, sjálfur hafi hann þó búist við að vera sýknaður af öllum ákæruliðunum. Hann spurði svo hvers vegna honum hafi ekki verið gerð nein refsing í málinu: „Ef um var að ræða svo mikið vanrækslubrot því var mér ekki gerð nein refsing?" Geir benti ennfremur á að tveir dómarar hafi komið inn um mið réttarhöldin og báðir hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Geir fyrir brot gegn stjórnarskránni. Geir segir þetta skipta máli. „Mér býður svo í grun að dómararnir hafi viljað kasta akkeri til þeirra sem stóðu að málinu, en samt gera það með þeim hætti að ég gæti vel við unað, líkt og að dæma mér hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi. En svo er ekki," sagði Geir. Hann sagði ennfremur að ef litið væri til efnisatriða dómsins, þá hafi hann unnið málið. „Það var lagt upp með að finna sökudólg fyrir hrunið. Þessi fundir höfðu ekkert með hrunið að gera, menn ræddu auðvitað margt innan og utan funda, en það hafði ekkert með þetta að gera." Hann segir svo þá sem stóðu að málatilbúnaðinum, bera ábyrgð í málinu. „Þetta eru hluti Samfylkingarinnar, Vinstri grænir og ofstækisfólkið innan Hreyfingarinnar. Og Steingrímur J. Sigfússon ber mesta ábyrgð og hans lautinant," sagði Geir sem var, líkt og á blaðamannafundinum í dag, heitt í hamsi í viðtalinu. „Þetta er sneypuför og ætla þessir menn að sitja áfram?" spyr Geir og bætir við: „Þeir eru búnir að fá löðrung frá Landsdómi. Ætla þessir fínu menn, Steingrímur og fleiri, bara að sitja þarna áfram?" Hann segir ennfremur að hann líti svo á að hans persónulegi heiður standi óhaggaður miðað við niðurstöðuna. „Mannorði mínu hefur ekki verið rænt af mér," segir hann. „Ef einhver hefur haldið að þarna væri verið að hægt kýla mig kaldan eða koma mér í þunglyndi með þessu máli, þá er það fjarri lagi," sagði Geir vígreifur.
Landsdómur Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira