Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum 7. maí 2012 11:30 Etienne de France er frá Frakklandi en er búsettur í Reykjavík. "Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér. Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér.
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira