Grátlegt að mega ekki nota fjaðrir fálka og arna Trausti Hafliðason skrifar 6. maí 2012 10:00 Haförn er á bilinu 70 til 90 sentímetra langur og vænghaf hans er 2 til 2,4 metrar. Pétur Steingrímsson í Laxárnesi í Aðaldal er einn reyndasti fluguveiðimaður landsins og fluguhnýtari af guðs náð. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. Í bókinni Veldu flugu – fluguveiðihandbók, sem kom út fyrir nokkrum árum, talar Pétur tæpitungulaust. Við grípum hér í gamni niður í kafla þar sem hann fjallar um fjaðrir. „Allir fuglar sem teljast til fálka og arna eru friðaðir í bak og fyrir. Grátlegt er að vita af öllum þeim hafsjó af fjöðrum sem á þessum fuglum eru og mega ekki nota þær. Hugsið ykkur til dæmis fallegu Andean condor-vængfjaðrirnar eða rauðbrúnu stélfjaðrirnar af gleðu (Red Kite)." „Sorglegast af öllu er samt að hugsa um það að allir fallegu fuglarnir okkar verða útdauðir um, eða fljótlega eftir, miðja 21. öld vegna eiturefna í umhverfinu. Friðun öfgasinna á fuglum gerir þess vegna svipað gagn og þegar umrenningar voru að pissa í skóna sína í frostum á ferð yfir langa fjallvegi fyrr á árum. Væri ekki nær að ráðast að rótum vandans og útrýma öllu eitrinu áður en það drepur fuglana – og síðan mannkynið. Allir ránfuglar eru friðaðir." Bók Péturs er skemmtileg aflestrar. Auk fróðleiks um fluguveiði, flugur og fluguhnýtingar segir Pétur veiðisögur og talar um „bæjarlækinn" sem í hans tilfelli er Laxá í Aðaldal. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði 6.258 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Veiði
Pétur Steingrímsson í Laxárnesi í Aðaldal er einn reyndasti fluguveiðimaður landsins og fluguhnýtari af guðs náð. Hann liggur ekki á skoðunum sínum. Í bókinni Veldu flugu – fluguveiðihandbók, sem kom út fyrir nokkrum árum, talar Pétur tæpitungulaust. Við grípum hér í gamni niður í kafla þar sem hann fjallar um fjaðrir. „Allir fuglar sem teljast til fálka og arna eru friðaðir í bak og fyrir. Grátlegt er að vita af öllum þeim hafsjó af fjöðrum sem á þessum fuglum eru og mega ekki nota þær. Hugsið ykkur til dæmis fallegu Andean condor-vængfjaðrirnar eða rauðbrúnu stélfjaðrirnar af gleðu (Red Kite)." „Sorglegast af öllu er samt að hugsa um það að allir fallegu fuglarnir okkar verða útdauðir um, eða fljótlega eftir, miðja 21. öld vegna eiturefna í umhverfinu. Friðun öfgasinna á fuglum gerir þess vegna svipað gagn og þegar umrenningar voru að pissa í skóna sína í frostum á ferð yfir langa fjallvegi fyrr á árum. Væri ekki nær að ráðast að rótum vandans og útrýma öllu eitrinu áður en það drepur fuglana – og síðan mannkynið. Allir ránfuglar eru friðaðir." Bók Péturs er skemmtileg aflestrar. Auk fróðleiks um fluguveiði, flugur og fluguhnýtingar segir Pétur veiðisögur og talar um „bæjarlækinn" sem í hans tilfelli er Laxá í Aðaldal.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði 6.258 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Yfirlýsing SVFR vegna breytinga á fiskeldislögum Veiði