Biðlistum eytt í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. maí 2012 10:30 Við Efri-Breiðu og Jónsholu í Elliðaánum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar fréttum um framlengingu veiðitímans í Elliðaánum og undirbýr úthlutun 120 viðbótarleyfa. "Þetta fer langt með að eyða biðlistum A-leyfishafa í Elliðaánum og líklega gott betur," segir Haraldur Eiríksson, hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Þar fagna menn nú ákvörðun borgarráðs um að heimila fimmtán daga framlengingu á laxveiðitímabilinu í Elliðaánum fram í miðjan september. Eins og kunnugt er var mikil umfram eftirspurn eftir stöngum í ánum fyrir komandi sumar. Haraldur segir stjórn Stangaveiðifélagins eiga eftir að ákveða hvernig úthlutun þessara viðbótardaga verði háttað. Þar sem veitt er á fjórar stangir á þessum tíma er um að ræða 120 hálfsdagsleyfi. Haraldur bendir á að alls óvíst sé að allir sem sóttu um leyfi í júlí til að mynda og fengu ekki úthlutun muni þiggja dag í september. Fyrir utan tímasetninguna sjálfa spili inn í að aðeins sé leyfilegt að veiða á flugu auk þess sem skylt sé að sleppa öllum laxi. "Þannig að það má jafnvel búast við að einhverjir sem sóttu um á B-leyfi fái á næstunni boð frá félaginu um daga í september," segir hann. Að sögn Haraldar veiddust aðeins um 140 laxar á efsta svæðinu í fyrra. Sennileg skýring sé að laxinn hafi verið tregur til að ganga þangað upp vegna vatnsleysis fram eftir sumri. Því verði spennandi kostur fyrir fluguveiðimenn að fá septemberveiðinni bætt við. "Það er von til þess að haustrigningar skili laxinum upp á fluguveiðisvæðin," segir Haraldur Eiríksson. Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur fagnar fréttum um framlengingu veiðitímans í Elliðaánum og undirbýr úthlutun 120 viðbótarleyfa. "Þetta fer langt með að eyða biðlistum A-leyfishafa í Elliðaánum og líklega gott betur," segir Haraldur Eiríksson, hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Þar fagna menn nú ákvörðun borgarráðs um að heimila fimmtán daga framlengingu á laxveiðitímabilinu í Elliðaánum fram í miðjan september. Eins og kunnugt er var mikil umfram eftirspurn eftir stöngum í ánum fyrir komandi sumar. Haraldur segir stjórn Stangaveiðifélagins eiga eftir að ákveða hvernig úthlutun þessara viðbótardaga verði háttað. Þar sem veitt er á fjórar stangir á þessum tíma er um að ræða 120 hálfsdagsleyfi. Haraldur bendir á að alls óvíst sé að allir sem sóttu um leyfi í júlí til að mynda og fengu ekki úthlutun muni þiggja dag í september. Fyrir utan tímasetninguna sjálfa spili inn í að aðeins sé leyfilegt að veiða á flugu auk þess sem skylt sé að sleppa öllum laxi. "Þannig að það má jafnvel búast við að einhverjir sem sóttu um á B-leyfi fái á næstunni boð frá félaginu um daga í september," segir hann. Að sögn Haraldar veiddust aðeins um 140 laxar á efsta svæðinu í fyrra. Sennileg skýring sé að laxinn hafi verið tregur til að ganga þangað upp vegna vatnsleysis fram eftir sumri. Því verði spennandi kostur fyrir fluguveiðimenn að fá septemberveiðinni bætt við. "Það er von til þess að haustrigningar skili laxinum upp á fluguveiðisvæðin," segir Haraldur Eiríksson.
Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði