Vorveiðin í Elliðaánum byrjar rólega Trausti Hafliðason skrifar 1. maí 2012 15:55 Vera Ísafold var mjög ánægð með aflann í morgun en hún var með pabba sínum og afa við veiðar í Elliðaánum. Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu. Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði
Vorveiðin fer rólega af stað í Elliðaánum. Fimm urriðar veiddust í Höfuðhyl á fyrri vaktinni í dag. Þorsteinn Húnbogason, veiðivörður í Elliðaánum, segir óhætt að fullyrða að byrjunin hafi verið mjög róleg. Líklega sé fiskurinn ekki kominn upp í Höfuðhyl en þar veiðist jafnan langmest af urriða á vorin. Þorsteinn segir að vanir veiðimenn hafi verið á ánni í morgun. Þeir hafi náð að landa fimm urriðum í Höfuðhyl. Sá stærsti var 4,5 pund en hinir voru á bilinu 2 til 4 pund. Fiskarnir veiddust allir á straumflugur. Veiðimennirnir veiddu einnig Ármótin og niður að Breiðholtsbrú en urðu ekki varir þar. Þorsteinn segir að skilaboðin frá þeim hafi verið þau að ekki væri mikið af fiski á ánni að svo stöddu.
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði