Veiddu sjóbirtinga í Skjálfandafljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2012 11:00 Pétur Jónsson var við sjóbirtingsveiðar í Skjálfandafljóti fyrir nokkrum dögum. Úti í á er Sigurður Gestsson. Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan. Hann fór sérstaklega norður til að leita að sjóbirtingi í fljótinu. "Við fengum eina þrjá sjóbirtinga, sá stærsti var fjögur til fimm pund en hinir tveir minni," segir Stefán. Þessum árangri hafi þeir félagar náð þrátt fyrir mikinn kulda. "Það má segja að það sé byrjað að vora en maður gerði sér vel grein fyrir hvað náttúruöflin eru rosalega sterk fyrir norðan. Þarna voru stórir ísjakar, jafnvel ísborgir, upp í sex til átta metra þykkar og umhverfið allt ofsalega fallegt," segir Stefán sem kveðst eiga von á að boðið verði upp á vorveiði í Skjálfandafljóti næsta sumar.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði
Þrír sjóbirtingar veiddust í Skjálfandafljóti fyrir skömmu. Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á sem selur laxveiðileyfi í fljótið í sumar, fór þangað í smá vísindaleiðangur fyrir rúmri viku síðan. Hann fór sérstaklega norður til að leita að sjóbirtingi í fljótinu. "Við fengum eina þrjá sjóbirtinga, sá stærsti var fjögur til fimm pund en hinir tveir minni," segir Stefán. Þessum árangri hafi þeir félagar náð þrátt fyrir mikinn kulda. "Það má segja að það sé byrjað að vora en maður gerði sér vel grein fyrir hvað náttúruöflin eru rosalega sterk fyrir norðan. Þarna voru stórir ísjakar, jafnvel ísborgir, upp í sex til átta metra þykkar og umhverfið allt ofsalega fallegt," segir Stefán sem kveðst eiga von á að boðið verði upp á vorveiði í Skjálfandafljóti næsta sumar.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Fín veiði í Frostastaðavatni Veiði Tímabilið byrjar bara ágætlega Veiði Aðalfundur SVFR Veiði