Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2012 15:30 Tilraunaveiði gefur von um að hægt sé að lengja veiðitímabilið í Svarfaðardalsá. Nýleg tilraun með vorveiði í Svarfaðardalsá glæðir vonir stangveiðimanna um að gerlegt sé að lengja veiðitímabilið í Eyjafirði. Steinar Rafn Beck fór til könnunarveiða í Svarfaðardalsá á laugardaginn um síðustu helgi og segir frá árangrinum í vikublaðinu Akureyri. Á stuttum tíma landaði Steinar tveimur sjóbirtingum og vænni bleikju auk þess að setja í fleiri fiska. Svarfaðardalsá er venjulega ekki opnuð fyrr en 1. júní og er í raun fyrst og fremst síðsumarsá en tilraun Steinars vekur vonir eyfirskra veiðimanna um að nýta megi ánna betur á vorin. "Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir alla veiðimenn og gefur von um að hægt verði að lengja veiðitímabilið á þann hátt að hægt verði að byrja fyrr að veiða en gengur og gerist hér á Eyjafjarðarsvæðinu," segir um málið á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Lýsingar Steinars af leiðangrinum í Svarfaðardalsá má lesa á akureyrivikublad.is. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði
Nýleg tilraun með vorveiði í Svarfaðardalsá glæðir vonir stangveiðimanna um að gerlegt sé að lengja veiðitímabilið í Eyjafirði. Steinar Rafn Beck fór til könnunarveiða í Svarfaðardalsá á laugardaginn um síðustu helgi og segir frá árangrinum í vikublaðinu Akureyri. Á stuttum tíma landaði Steinar tveimur sjóbirtingum og vænni bleikju auk þess að setja í fleiri fiska. Svarfaðardalsá er venjulega ekki opnuð fyrr en 1. júní og er í raun fyrst og fremst síðsumarsá en tilraun Steinars vekur vonir eyfirskra veiðimanna um að nýta megi ánna betur á vorin. "Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir alla veiðimenn og gefur von um að hægt verði að lengja veiðitímabilið á þann hátt að hægt verði að byrja fyrr að veiða en gengur og gerist hér á Eyjafjarðarsvæðinu," segir um málið á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Lýsingar Steinars af leiðangrinum í Svarfaðardalsá má lesa á akureyrivikublad.is.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Mikil aukning erlendra veiðimanna í silung Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Elliðavatn að vakna til lífsins Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Rólegt við Elliðavatn á fyrsta degi Veiði