Til varnar Suðurnesjum Magnús Halldórsson skrifar 18. maí 2012 11:03 Pabbi vann tvo vetur í Grindavík eftir að hann kláraði kennaranám, frá 1972 til 1974. Pabbi og mamma hafa oft talað um Grindavík sem fínan bæ og Grindvíkinga sem gott fólk eftir þessa stuttu veru. Pabbi segir að það hafi verið margir „ekta" menn í Grindavík. Það er líklega best að leyfa þeirri mannlýsingu að halda sér algjörlega án langra skýringa, en innan þessa orðs rýmast þó persónueinkenni duglegs og heiðarlegs fólks, held ég að sé óhætt að segja. Grindavík er á Suðurnesjum sem eru að ganga í gegnum mikla erfiðleika sem rekja má til margra ólíkra þátta. Nærtækast er að nefna hrun íslenska fjármálakerfisins og krónunnar haustið 2008, og síðan ekki síður brottför bandaríska varnarliðsins á haustmánuðum 2006. Ég fór þá á varnarliðssvæðið sem blaðamaður og skynjaði þá hvað þetta var stórmerkilegur viðburður í Íslandssögunni, eftir 55 á veru varnarliðsins hér.Slæm staða Hin áhrifin af för varnarliðsins, þ.e. samfélagslegu áhrifin, hafa þó ekki runnið upp fyrir mér fyrr en ég fór að skoða þær ítarupplýsingar sem teknar hafa verið saman um stöðuna á Suðurnesjum eftir hrun. Það hefur ekki skort upp á vilja sveitarfélaga á svæðinu, og stjórnvalda heldur, þegar kemur að því að fylgjast með þróun mála vegna erfiðleika á svæðinu. Sérstakur starfshópur skilaði skýrslu um stöðu mála á Suðurnesjum í júní í fyrra, þar sem svört mynd var dregin upp af stöðunni á svæðinu. Helstu niðurstöður, sem tóku mið af stöðunni á þeim tíma, voru þessar: - Hlutfall atvinnuleysis var langhæst á Suðurnesjum eða 14,5% en var 8,6% á landsvísu (nú 6,5). - Á Suðurnesjum skila 90% grunnskólanema sér í framhaldsskóla á meðan landsmeðaltal er 97%. - Hlutfall örorkulífeyrisþega er hátt á Suðurnesjum. - Í aldurshópnum 16 til 66 ára á Suðurnesjum eru 8,8% einstaklinga á örorkulífeyri. Á landinu öllu er hlutfallið 6,9%. - Hlutfall barna á Suðurnesjum sem eiga foreldra á atvinnuleysisskrá er 21,8% en yfir landið mælist hlutfallið 14%. - Það sem af er árinu 2011 eru 13% þeirra sem farið hafa í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara af Suðurnesjum en þar búa 6,6% landsmanna. - Árið 2010 voru 8,6% allra gjaldþrota fyrirtækja á landinu á Suðurnesjum. - 25% af eignum Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum. - Álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna hefur aukist verulega og fleiri fá fjárhagsaðstoð til lengri tíma. Þá hefur einnig verið gripið til margvíslegra aðgerða til þess að reyna að sporna við vandamálinu. Sumar hafa gengið eftir, aðrar ekki. Burðarstólpar álvers Norðuráls í Helguvík eru ekki síst til marks um hvernig staða mála hefur verið; þ.e. hálfkláruð verkefni og biðstaða á ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að. Um þessa stöðu hafa síðan verið heiftarleg pólitísk átök, sem ekki sér fyrir endann á, þó vilji sé til þess að koma Suðurnesjum úr vandanum, þverpólitískt. Hinn 2. maí í fyrra var settur saman listi yfir 10 verkefni sem unnið var að, á Samráðsvettvangi sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda um eflingu atvinnu og byggðar. Verkefnin á listanum voru þessi, og uppfært stöðumat á þeim:1. Flutningur landhelgisgæslunnar - Hagkvæmnismat lá fyrir, ekki flutningur.2. Gagnaver - Starfsemi hafin.3. Hersetusafn á Suðurnesjum - Hluti fjármögnunar hefur verið tryggður.4. Kynningar- og markaðsátak á fasteignum á varnarsvæðinu - Er í ferli.5. Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum - Lokaskýrsla liggur fyrir, unnið að úrbótum.6. Klasasamstaf fyrirtækja á sviði líforku - Er í ferli.7. Hámarkstímabil atvinnuleysisbóta - Hefur verið hækkað.8. Formlegt samstarf sveitarfélaga í velferðarmálum - Samstarfi komið á undir stýringu verkefnastjórnar.9. Útibú umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum - Útibú hefur hafið starfsemi.10. Fisktækniskólin/þróun á nýju og fjölbreyttara námsframboði. Þróunarverkefni um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Verkefnisstjórar hafa verið ráðnir og verkefni er hafið. Eitt og annað hefur því verið gert, en betur má ef duga skal. Samspilið Ég held að það sé óhætt að segja að þessar upplýsingar séu til marks um samspil af efnahagsvanda og félagslegum vanda. Af hverju að tala um þetta sem aðskilin mál? Fyrst og síðast vegna þess, að efnahagsvandi þarf ekki endilega að valda djúpstæðum félagslegum vanda. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur talað mikið fyrir því síðan hún tók við starfi sínu, að efnahagsvandamál sé eitt, en félagslegur vandi annað. Ólík meðöl þurfi á hvoru tveggja, en yfirsýnin þarf af vera yfir bæði vandamálin, vegna þess að þau tengjast vitaskuld. „Stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við það, að milljónir manna munu finna fyrir verri lífskjörum og erfiðum félagslegum aðstæðum, ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til þess að ná upp meiri hagvexti," sagði Lagarde þegar hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var kynnt fyrr á þessu ári. Þessi orð þóttu til marks um að AGS mæti stöðuna í heiminum erfiða, útlitið væri svart og að stjórnmálamenn þyrftu að grípa til aðgerða. Það kann að vera ólíku saman að jafna að horfa á Suðurnesin í alþjóðlegu samhengi, líkindin eru þó fyrir hendi. Suðurnesin er það svæði á Íslandi sem fór verst út úr kreppunni, þegar heildarefnahagsvandi Íslands er greindur niður eftir svæðum. Mér sýnist ástæðan fyrir ekki síst vera sú að innviðirnir á Suðurnesjum, einkum þó Reykjanesbæ og helstu nágrannasveitarfélögum, voru veikir fyrir þegar krónan hrundi og kreppan skalla af fullum þunga. Að því er mér sýnist, þá tengdist það því að tekjustofnar sveitarfélaga höfðu veikst nokkuð hratt, vegna brottfarar varnarliðsins og margfeldisáhrifa á ýmis minni þjónustufyrirtæki, og síðan alltof hraðri skuldsettri uppbyggingu, sem síðan reyndist byggð á voninni um að allt myndi ganga upp. Þetta á ekki bara við um sveitarfélagssjóðinn í Reykjanesbæ, sem er vægt til orða tekið í vondum málum, heldur líka öflugan bakhjarl fjárfestingar og einkaframtaks á Suðurnesjum í áratugi, SPKEF. Sá sjóður var rekinn af ótrúlegri fífldirfsku síðustu árin fyrir hrun hans, ef marka má skýrslu sem Fjármálaeftirlitið vann um sjóðinn árið 2008 og vitnað hefur verið til í fjölmiðlum. Fleiri atriði koma einnig til í því samhengi, svo sem upplýsingar um eignavirði þegar ríkið þurfti að hafa aðkomu að sjóðnum til þess að verja tugmilljarða innstæður, sem almenningur á Suðurnesjum átti hjá sjóðnum að stærstum hluta. Rannsókn sem nú stendur yfir á falli sparisjóðakerfisins, á vegum Alþingis, mun líklega gefa gleggri mynd af því sem gekk á heldur en þau gögn sem komið hafa fram og upp á yfirborðið í gegnum fjölmiðla. Samkvæmt þeim virðist margt glæpsamlegt hafa gerst hjá sjóðnum. Stjórnendur sjóðsins virðast gjörsamlega hafa misst sjónar á grunnhlutverki sjóðsins og breytt honum í eins konar sparibauk útvaldrar klíku, sem að lokum reyndi að bjarga eigin skinni mitt í storminum haustið 2008, með niðurfellingum skulda og úttöku fjár af reikningum. Rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðakerfisins á að birtast í september á þessu ári. Vonandi reyna stjórnmálamenn ekki að tefja þá birtingu fram yfir kosningar á næsta ári, en sparisjóðakerfið allt var raunar byggt í afar nánu pólitísku samspili, á starfssvæði hvers sjóðs fyrir sig. Ris og fall sparisjóðakerfisins er því ekki síður pólitísk en viðskiptaleg saga. Ekki síst þess vegna skiptir máli að rannsóknarnefndin nálgist verk sitt af tæru sjálfstæði og láti engan hafa áhrif á það hvernig ályktanir verða dregnar. Til þess að auka líkur á því að hægt sé að læra af mistökum.Mikilvægt svæði fyrir Ísland Á Suðurnesjum búa um 23 þúsund manns samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá því í byrjun árs. Efnahagslegt mikilvægi svæðisins er ótvírætt fyrir íslenskt þjóðarbú. Mér finnst oft of lítið gert úr hinum ýmsu svæðum landsbyggðarinnar þegar það er metið heildstætt. Þegar kemur að Suðurnesjum þá hefur kastljósið nú ekki beint verið á jákvæðu hliðar svæðisins, en mér sýnist þó vera fullt tilefni til þess að skoða þær betur. Tvö atriði vega þyngst.I. Sjávarútvegur hefur alltaf verið burðarstólpinn undir efnahaginn á Suðurnesjum, ekki síst í Grindavík og Sandgerði. Milljarða gjaldeyristekjur koma inn í efnahag þjóðarinnar á hverju ári í gegnum hafnirnar á þessum stöðum.II. Ferðaþjónusta er einnig einn stærsti atvinnuvegurinn á svæðinu, þar sem Bláa Lónið er kannski skýrasta dæmið, en starfsemin á Keflavíkurflugvelli er þó augljóslega mikilvægasti burðarásinn. Þar vinnur Suðurnesjafólk ekki síst, þjónustar erlenda og innlenda ferðamenn. Sá mikli vöxtur sem nú er í íslenskri ferðaþjónustu á vafalítið eftir að fjölga störfum á Suðurnesjum, eða í það minnsta ættu að vera öll skilyrði fyrir fjölgun. Kannski er fullt tilefni til þess að kortleggja þessi tækifæri á Suðurnesjum betur, frekar en að safna saman öllum neikvæðum upplýsingum sem fyrirfinnast um stöðuna á svæðinu og birta þær.Varnarliðsáhrifin Önnur vaxtatækifæri eru augljóslega orkuverkefni og stóriðja, en vegna þess hve miklar pólitískar deilur hafa verið um framgang þeirra verkefna þá er erfitt að sjá hvernig og hvort þessi tækifæri verða nýtt. Pólitískur meirihluti í ríkisstjórn á hverjum tíma getur skipt miklu máli í þessum efnum held ég, auk þess sem rammaáætlun um nýtingarmöguleika hér á landi mun einnig verða leiðarvísir um hvað er hægt að gera. Það merkilega við þessa stöðu er það að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa setið uppi með verri stöðu vegna hringlagaháttar ríkisstjórna varðandi uppbyggingu á svæðinu. Þannig fjárfestu sveitarfélögin, í fullu samkomulagi við ríkisstjórn, ekki síst skömmu eftir för varnarliðsins, og unnu að því markmiði að byggja upp stóriðju og aðra þjónustu henni tengdri. Það verður ekki annað séð en að stefnan hafi breyst og það hefur komið sveitarfélögunum illa. Fleiri þættir spila líka inn í, svo sem deilur á milli HS Orku og Norðuráls, og nær algjör lokun erlendra lánsfjármarkaða fyrir íslensk orkufyrirtæki. Orð Harvard-prófessorsins Michaels Porters, sem hann lét falla í ræðu í Háskólabíói, koma upp í hugann þegar þessi staða blasir við. Hann sagði langtímastefnu vera mikilvæga vegna þess að hún skapaði ótímabundna vissu. „Fjárfestar vilja vissu, allt annað er tiltölulega léttvægt," sagði Porter og vitnaði meðal annars til fjárfestinga í Rússlandi, þar sem menn vissu af spillingu, en fjárfestu samt, og það sama gilti um Nígeríu. Þetta sagði Porter vera til marks um að fjárfestar gætu látið bjóða sér nánast hvaða aðstæður sem væri, ef að langtímasýn á hlutina væri fyrir hendi. Þess vegna skipti máli að stefnan sé skýrari og hún taki ekki miklum breytingum nema yfir langan tíma. Mér sýnist staðan á Suðurnesjum vera eins alvarleg og hún er, m.a. vegna þess að pólitísk sýn stjórnvalda á Íslandi hefur verið skammtímamiðuð hvað svæðið varðar og ekki hefur náðst að styrkja innviðina frá því varnarliðið fór. Þá hefur pólitískur glundroði innan sveitarfélaga á svæðinu ekki heldur hjálpað til. Félagslegu erfiðleikarnir á svæðinu eru djúpir vegna þess að varnarliðið hafði áratugum saman mótað þjónustuiðnað í Reykjanesbæ og nágrenni og þar með ráðið miklu um sérhæfingu vinnuaflsins, menntun og fleira. Óhjákvæmilega mun taka tíma að snúa þróuninni við á svæðinu, þ.e. fjölga störfum og byggja upp innviði sem standa traustum fótum, ekki síst ef uppbyggingin á svæðinu á næstunni verður á nýjum sviðum. Gott fólk Það er leiðinlegt hvernig stundum er talað um fólk á Suðurnesjum, þar sem býr ríflega sjö prósent af íbúum landsins. Félagslegu erfiðleikarnir eru vissulega fyrir hendi, en ef það er endalaust hamrað á erfiðleikunum og vandamálunum, þá er það frekar til þess að fallið að veikja von um betri tíð frekar en hitt. Kastljósið ætti frekar að vera á tækifærin, ótvírætt mikilvægi svæðisins fyrir Ísland og hvernig gera meira úr því sem fyrir er. Eða það finnst mér í það minnsta, eftir að hafa farið í gegnum þau gögn sem fyrir liggja um vandann á svæðinu. Margt gott er líka um mannlífið á svæðinu að segja, s.s. metnaðarfullt íþróttastarf og ótrúlega mikil gróska í tónlistarlífi. Sú gróska er fyrir löngu orðið sögulegt einkenni svæðisins og eitthvað sem Íslendingar tengja við þegar þeir hugsa til þess. Ef einhverjum finnst þessi pistill of langur þá er inntakið í honum þetta: Á Suðurnesjum býr „ekta" fólk sem vinnur mikilvæga vinnu fyrir landið. Það er jafn merkilegt og annað fólk á Íslandi. Erfiðleikarnir núna eru tímabundnir vegna áfalla, og það þýðir ekki endalaust að hamra á því hvað staðan er slæm heldur frekar að marka langtímastefnu um hvernig megi byggja upp innviðina að nýju sem fóru með varnarliðinu og að hluta með hruni fjármálakerfisins og krónunnar. Þessi staða er að einhverju leyti heimatilbúin, en það hefur enga þýðingu að draga öll vandamálin í pólitíska dilka, svo það finnist alveg örugglega einhver sökudólgur. Frekar ætti að skoða það betur en gert hefur verið, hvernig megi gera Suðurnesin að enn betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Pabbi vann tvo vetur í Grindavík eftir að hann kláraði kennaranám, frá 1972 til 1974. Pabbi og mamma hafa oft talað um Grindavík sem fínan bæ og Grindvíkinga sem gott fólk eftir þessa stuttu veru. Pabbi segir að það hafi verið margir „ekta" menn í Grindavík. Það er líklega best að leyfa þeirri mannlýsingu að halda sér algjörlega án langra skýringa, en innan þessa orðs rýmast þó persónueinkenni duglegs og heiðarlegs fólks, held ég að sé óhætt að segja. Grindavík er á Suðurnesjum sem eru að ganga í gegnum mikla erfiðleika sem rekja má til margra ólíkra þátta. Nærtækast er að nefna hrun íslenska fjármálakerfisins og krónunnar haustið 2008, og síðan ekki síður brottför bandaríska varnarliðsins á haustmánuðum 2006. Ég fór þá á varnarliðssvæðið sem blaðamaður og skynjaði þá hvað þetta var stórmerkilegur viðburður í Íslandssögunni, eftir 55 á veru varnarliðsins hér.Slæm staða Hin áhrifin af för varnarliðsins, þ.e. samfélagslegu áhrifin, hafa þó ekki runnið upp fyrir mér fyrr en ég fór að skoða þær ítarupplýsingar sem teknar hafa verið saman um stöðuna á Suðurnesjum eftir hrun. Það hefur ekki skort upp á vilja sveitarfélaga á svæðinu, og stjórnvalda heldur, þegar kemur að því að fylgjast með þróun mála vegna erfiðleika á svæðinu. Sérstakur starfshópur skilaði skýrslu um stöðu mála á Suðurnesjum í júní í fyrra, þar sem svört mynd var dregin upp af stöðunni á svæðinu. Helstu niðurstöður, sem tóku mið af stöðunni á þeim tíma, voru þessar: - Hlutfall atvinnuleysis var langhæst á Suðurnesjum eða 14,5% en var 8,6% á landsvísu (nú 6,5). - Á Suðurnesjum skila 90% grunnskólanema sér í framhaldsskóla á meðan landsmeðaltal er 97%. - Hlutfall örorkulífeyrisþega er hátt á Suðurnesjum. - Í aldurshópnum 16 til 66 ára á Suðurnesjum eru 8,8% einstaklinga á örorkulífeyri. Á landinu öllu er hlutfallið 6,9%. - Hlutfall barna á Suðurnesjum sem eiga foreldra á atvinnuleysisskrá er 21,8% en yfir landið mælist hlutfallið 14%. - Það sem af er árinu 2011 eru 13% þeirra sem farið hafa í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara af Suðurnesjum en þar búa 6,6% landsmanna. - Árið 2010 voru 8,6% allra gjaldþrota fyrirtækja á landinu á Suðurnesjum. - 25% af eignum Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum. - Álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna hefur aukist verulega og fleiri fá fjárhagsaðstoð til lengri tíma. Þá hefur einnig verið gripið til margvíslegra aðgerða til þess að reyna að sporna við vandamálinu. Sumar hafa gengið eftir, aðrar ekki. Burðarstólpar álvers Norðuráls í Helguvík eru ekki síst til marks um hvernig staða mála hefur verið; þ.e. hálfkláruð verkefni og biðstaða á ýmsum verkefnum sem unnið hefur verið að. Um þessa stöðu hafa síðan verið heiftarleg pólitísk átök, sem ekki sér fyrir endann á, þó vilji sé til þess að koma Suðurnesjum úr vandanum, þverpólitískt. Hinn 2. maí í fyrra var settur saman listi yfir 10 verkefni sem unnið var að, á Samráðsvettvangi sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda um eflingu atvinnu og byggðar. Verkefnin á listanum voru þessi, og uppfært stöðumat á þeim:1. Flutningur landhelgisgæslunnar - Hagkvæmnismat lá fyrir, ekki flutningur.2. Gagnaver - Starfsemi hafin.3. Hersetusafn á Suðurnesjum - Hluti fjármögnunar hefur verið tryggður.4. Kynningar- og markaðsátak á fasteignum á varnarsvæðinu - Er í ferli.5. Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum - Lokaskýrsla liggur fyrir, unnið að úrbótum.6. Klasasamstaf fyrirtækja á sviði líforku - Er í ferli.7. Hámarkstímabil atvinnuleysisbóta - Hefur verið hækkað.8. Formlegt samstarf sveitarfélaga í velferðarmálum - Samstarfi komið á undir stýringu verkefnastjórnar.9. Útibú umboðsmanns skuldara á Suðurnesjum - Útibú hefur hafið starfsemi.10. Fisktækniskólin/þróun á nýju og fjölbreyttara námsframboði. Þróunarverkefni um eflingu menntunar á Suðurnesjum. Verkefnisstjórar hafa verið ráðnir og verkefni er hafið. Eitt og annað hefur því verið gert, en betur má ef duga skal. Samspilið Ég held að það sé óhætt að segja að þessar upplýsingar séu til marks um samspil af efnahagsvanda og félagslegum vanda. Af hverju að tala um þetta sem aðskilin mál? Fyrst og síðast vegna þess, að efnahagsvandi þarf ekki endilega að valda djúpstæðum félagslegum vanda. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur talað mikið fyrir því síðan hún tók við starfi sínu, að efnahagsvandamál sé eitt, en félagslegur vandi annað. Ólík meðöl þurfi á hvoru tveggja, en yfirsýnin þarf af vera yfir bæði vandamálin, vegna þess að þau tengjast vitaskuld. „Stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við það, að milljónir manna munu finna fyrir verri lífskjörum og erfiðum félagslegum aðstæðum, ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til þess að ná upp meiri hagvexti," sagði Lagarde þegar hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var kynnt fyrr á þessu ári. Þessi orð þóttu til marks um að AGS mæti stöðuna í heiminum erfiða, útlitið væri svart og að stjórnmálamenn þyrftu að grípa til aðgerða. Það kann að vera ólíku saman að jafna að horfa á Suðurnesin í alþjóðlegu samhengi, líkindin eru þó fyrir hendi. Suðurnesin er það svæði á Íslandi sem fór verst út úr kreppunni, þegar heildarefnahagsvandi Íslands er greindur niður eftir svæðum. Mér sýnist ástæðan fyrir ekki síst vera sú að innviðirnir á Suðurnesjum, einkum þó Reykjanesbæ og helstu nágrannasveitarfélögum, voru veikir fyrir þegar krónan hrundi og kreppan skalla af fullum þunga. Að því er mér sýnist, þá tengdist það því að tekjustofnar sveitarfélaga höfðu veikst nokkuð hratt, vegna brottfarar varnarliðsins og margfeldisáhrifa á ýmis minni þjónustufyrirtæki, og síðan alltof hraðri skuldsettri uppbyggingu, sem síðan reyndist byggð á voninni um að allt myndi ganga upp. Þetta á ekki bara við um sveitarfélagssjóðinn í Reykjanesbæ, sem er vægt til orða tekið í vondum málum, heldur líka öflugan bakhjarl fjárfestingar og einkaframtaks á Suðurnesjum í áratugi, SPKEF. Sá sjóður var rekinn af ótrúlegri fífldirfsku síðustu árin fyrir hrun hans, ef marka má skýrslu sem Fjármálaeftirlitið vann um sjóðinn árið 2008 og vitnað hefur verið til í fjölmiðlum. Fleiri atriði koma einnig til í því samhengi, svo sem upplýsingar um eignavirði þegar ríkið þurfti að hafa aðkomu að sjóðnum til þess að verja tugmilljarða innstæður, sem almenningur á Suðurnesjum átti hjá sjóðnum að stærstum hluta. Rannsókn sem nú stendur yfir á falli sparisjóðakerfisins, á vegum Alþingis, mun líklega gefa gleggri mynd af því sem gekk á heldur en þau gögn sem komið hafa fram og upp á yfirborðið í gegnum fjölmiðla. Samkvæmt þeim virðist margt glæpsamlegt hafa gerst hjá sjóðnum. Stjórnendur sjóðsins virðast gjörsamlega hafa misst sjónar á grunnhlutverki sjóðsins og breytt honum í eins konar sparibauk útvaldrar klíku, sem að lokum reyndi að bjarga eigin skinni mitt í storminum haustið 2008, með niðurfellingum skulda og úttöku fjár af reikningum. Rannsóknarskýrsla um fall sparisjóðakerfisins á að birtast í september á þessu ári. Vonandi reyna stjórnmálamenn ekki að tefja þá birtingu fram yfir kosningar á næsta ári, en sparisjóðakerfið allt var raunar byggt í afar nánu pólitísku samspili, á starfssvæði hvers sjóðs fyrir sig. Ris og fall sparisjóðakerfisins er því ekki síður pólitísk en viðskiptaleg saga. Ekki síst þess vegna skiptir máli að rannsóknarnefndin nálgist verk sitt af tæru sjálfstæði og láti engan hafa áhrif á það hvernig ályktanir verða dregnar. Til þess að auka líkur á því að hægt sé að læra af mistökum.Mikilvægt svæði fyrir Ísland Á Suðurnesjum búa um 23 þúsund manns samkvæmt tölum Hagstofu Íslands frá því í byrjun árs. Efnahagslegt mikilvægi svæðisins er ótvírætt fyrir íslenskt þjóðarbú. Mér finnst oft of lítið gert úr hinum ýmsu svæðum landsbyggðarinnar þegar það er metið heildstætt. Þegar kemur að Suðurnesjum þá hefur kastljósið nú ekki beint verið á jákvæðu hliðar svæðisins, en mér sýnist þó vera fullt tilefni til þess að skoða þær betur. Tvö atriði vega þyngst.I. Sjávarútvegur hefur alltaf verið burðarstólpinn undir efnahaginn á Suðurnesjum, ekki síst í Grindavík og Sandgerði. Milljarða gjaldeyristekjur koma inn í efnahag þjóðarinnar á hverju ári í gegnum hafnirnar á þessum stöðum.II. Ferðaþjónusta er einnig einn stærsti atvinnuvegurinn á svæðinu, þar sem Bláa Lónið er kannski skýrasta dæmið, en starfsemin á Keflavíkurflugvelli er þó augljóslega mikilvægasti burðarásinn. Þar vinnur Suðurnesjafólk ekki síst, þjónustar erlenda og innlenda ferðamenn. Sá mikli vöxtur sem nú er í íslenskri ferðaþjónustu á vafalítið eftir að fjölga störfum á Suðurnesjum, eða í það minnsta ættu að vera öll skilyrði fyrir fjölgun. Kannski er fullt tilefni til þess að kortleggja þessi tækifæri á Suðurnesjum betur, frekar en að safna saman öllum neikvæðum upplýsingum sem fyrirfinnast um stöðuna á svæðinu og birta þær.Varnarliðsáhrifin Önnur vaxtatækifæri eru augljóslega orkuverkefni og stóriðja, en vegna þess hve miklar pólitískar deilur hafa verið um framgang þeirra verkefna þá er erfitt að sjá hvernig og hvort þessi tækifæri verða nýtt. Pólitískur meirihluti í ríkisstjórn á hverjum tíma getur skipt miklu máli í þessum efnum held ég, auk þess sem rammaáætlun um nýtingarmöguleika hér á landi mun einnig verða leiðarvísir um hvað er hægt að gera. Það merkilega við þessa stöðu er það að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa setið uppi með verri stöðu vegna hringlagaháttar ríkisstjórna varðandi uppbyggingu á svæðinu. Þannig fjárfestu sveitarfélögin, í fullu samkomulagi við ríkisstjórn, ekki síst skömmu eftir för varnarliðsins, og unnu að því markmiði að byggja upp stóriðju og aðra þjónustu henni tengdri. Það verður ekki annað séð en að stefnan hafi breyst og það hefur komið sveitarfélögunum illa. Fleiri þættir spila líka inn í, svo sem deilur á milli HS Orku og Norðuráls, og nær algjör lokun erlendra lánsfjármarkaða fyrir íslensk orkufyrirtæki. Orð Harvard-prófessorsins Michaels Porters, sem hann lét falla í ræðu í Háskólabíói, koma upp í hugann þegar þessi staða blasir við. Hann sagði langtímastefnu vera mikilvæga vegna þess að hún skapaði ótímabundna vissu. „Fjárfestar vilja vissu, allt annað er tiltölulega léttvægt," sagði Porter og vitnaði meðal annars til fjárfestinga í Rússlandi, þar sem menn vissu af spillingu, en fjárfestu samt, og það sama gilti um Nígeríu. Þetta sagði Porter vera til marks um að fjárfestar gætu látið bjóða sér nánast hvaða aðstæður sem væri, ef að langtímasýn á hlutina væri fyrir hendi. Þess vegna skipti máli að stefnan sé skýrari og hún taki ekki miklum breytingum nema yfir langan tíma. Mér sýnist staðan á Suðurnesjum vera eins alvarleg og hún er, m.a. vegna þess að pólitísk sýn stjórnvalda á Íslandi hefur verið skammtímamiðuð hvað svæðið varðar og ekki hefur náðst að styrkja innviðina frá því varnarliðið fór. Þá hefur pólitískur glundroði innan sveitarfélaga á svæðinu ekki heldur hjálpað til. Félagslegu erfiðleikarnir á svæðinu eru djúpir vegna þess að varnarliðið hafði áratugum saman mótað þjónustuiðnað í Reykjanesbæ og nágrenni og þar með ráðið miklu um sérhæfingu vinnuaflsins, menntun og fleira. Óhjákvæmilega mun taka tíma að snúa þróuninni við á svæðinu, þ.e. fjölga störfum og byggja upp innviði sem standa traustum fótum, ekki síst ef uppbyggingin á svæðinu á næstunni verður á nýjum sviðum. Gott fólk Það er leiðinlegt hvernig stundum er talað um fólk á Suðurnesjum, þar sem býr ríflega sjö prósent af íbúum landsins. Félagslegu erfiðleikarnir eru vissulega fyrir hendi, en ef það er endalaust hamrað á erfiðleikunum og vandamálunum, þá er það frekar til þess að fallið að veikja von um betri tíð frekar en hitt. Kastljósið ætti frekar að vera á tækifærin, ótvírætt mikilvægi svæðisins fyrir Ísland og hvernig gera meira úr því sem fyrir er. Eða það finnst mér í það minnsta, eftir að hafa farið í gegnum þau gögn sem fyrir liggja um vandann á svæðinu. Margt gott er líka um mannlífið á svæðinu að segja, s.s. metnaðarfullt íþróttastarf og ótrúlega mikil gróska í tónlistarlífi. Sú gróska er fyrir löngu orðið sögulegt einkenni svæðisins og eitthvað sem Íslendingar tengja við þegar þeir hugsa til þess. Ef einhverjum finnst þessi pistill of langur þá er inntakið í honum þetta: Á Suðurnesjum býr „ekta" fólk sem vinnur mikilvæga vinnu fyrir landið. Það er jafn merkilegt og annað fólk á Íslandi. Erfiðleikarnir núna eru tímabundnir vegna áfalla, og það þýðir ekki endalaust að hamra á því hvað staðan er slæm heldur frekar að marka langtímastefnu um hvernig megi byggja upp innviðina að nýju sem fóru með varnarliðinu og að hluta með hruni fjármálakerfisins og krónunnar. Þessi staða er að einhverju leyti heimatilbúin, en það hefur enga þýðingu að draga öll vandamálin í pólitíska dilka, svo það finnist alveg örugglega einhver sökudólgur. Frekar ætti að skoða það betur en gert hefur verið, hvernig megi gera Suðurnesin að enn betri stað.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun