Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Trausti Hafliðason skrifar 17. maí 2012 08:00 Það veiðist vel við Tjaldbakkann. Veiðifélag Eyjafjarðarár vonast til þess að veiðin í ánni komist í fyrra horf innan fjögurra ára eða árið 2016. Í fyrra veiddust tæplega 1.200 fiskar í ánni sem er betra en árin á undan en lítið samanborið við það sem gerðist áður en stíflan við Djúpadalsvirkjun gaf sig á árinu 2007 og malartekja var leyfð. Talið er að ofveiði hafi einnig á sinn þátt því að veiði hrundi í ánni fyrir nokkrum árum Ágúst Ásgrímsson, bóndi í Kálfagerði og stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár, sagðist í samtali við Veiðivísi að fyrir árið 2007 hafi að meðaltali veiðst um 2.500 fiskar á ári. Reyndar hafi áin nokkrum sinnum farið yfir 3.000 fiska og árið 1999 hafi veiðst um 3.600 fiskar í ánni. Á þessum árum var bleikjan ráðandi, líkast til um 90 prósent af veiddum fiski. Nú er þetta breytt því um helmingur af veiðinni í fyrra var sjóbirtingsveiði.Veiðileyfi kosta á bilinu tvö til ellefu þúsund Í Bændablaðinu í gær er fjallað um Eyjafjarðará. Þar kemur fram að sala veiðileyfa hafi gengið vel í vetur og tæplega helmingur veiðileyfa selst í forsölu. Ennfremur segir að í fyrra hafi í fyrsta sinn verið seld veiðileyfi á ósasvæði árinnar og að það verði einnig gert í sumar. Eins og undanfarin ár verður einungis heimilt að hirða eina bleikju undir 50 sentímetrum á stöng á hverri vakt í sumar. Er þetta gert í þeirri viðleitni koma stofninum í ánni í fyrra horf. Ágúst segir að veiðileyfin verði seld í almennri sölu í sumar. Hægt verði að kaupa þau í verslun Ellingsen á Akureyri. Hann segir verðið vera á bilinu 2.000 krónur fyrir daginn upp í 11.000 krónur. Allt fari þetta eftir svæðum og tíma. Athyglisverð blaðagrein um malartekju í ám Svavar Hávarðsson blaðamaður skrifaði athyglisverða grein um malartekju í veiðiám í Fréttablaðið í febrúar í fyrra. Greinina er hægt að lesa hér. Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðistaðavefurinn með mjög ítarlegar lýsingar á vötnum og veiðisvæðum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði
Veiðifélag Eyjafjarðarár vonast til þess að veiðin í ánni komist í fyrra horf innan fjögurra ára eða árið 2016. Í fyrra veiddust tæplega 1.200 fiskar í ánni sem er betra en árin á undan en lítið samanborið við það sem gerðist áður en stíflan við Djúpadalsvirkjun gaf sig á árinu 2007 og malartekja var leyfð. Talið er að ofveiði hafi einnig á sinn þátt því að veiði hrundi í ánni fyrir nokkrum árum Ágúst Ásgrímsson, bóndi í Kálfagerði og stjórnarmaður í Veiðifélagi Eyjafjarðarár, sagðist í samtali við Veiðivísi að fyrir árið 2007 hafi að meðaltali veiðst um 2.500 fiskar á ári. Reyndar hafi áin nokkrum sinnum farið yfir 3.000 fiska og árið 1999 hafi veiðst um 3.600 fiskar í ánni. Á þessum árum var bleikjan ráðandi, líkast til um 90 prósent af veiddum fiski. Nú er þetta breytt því um helmingur af veiðinni í fyrra var sjóbirtingsveiði.Veiðileyfi kosta á bilinu tvö til ellefu þúsund Í Bændablaðinu í gær er fjallað um Eyjafjarðará. Þar kemur fram að sala veiðileyfa hafi gengið vel í vetur og tæplega helmingur veiðileyfa selst í forsölu. Ennfremur segir að í fyrra hafi í fyrsta sinn verið seld veiðileyfi á ósasvæði árinnar og að það verði einnig gert í sumar. Eins og undanfarin ár verður einungis heimilt að hirða eina bleikju undir 50 sentímetrum á stöng á hverri vakt í sumar. Er þetta gert í þeirri viðleitni koma stofninum í ánni í fyrra horf. Ágúst segir að veiðileyfin verði seld í almennri sölu í sumar. Hægt verði að kaupa þau í verslun Ellingsen á Akureyri. Hann segir verðið vera á bilinu 2.000 krónur fyrir daginn upp í 11.000 krónur. Allt fari þetta eftir svæðum og tíma. Athyglisverð blaðagrein um malartekju í ám Svavar Hávarðsson blaðamaður skrifaði athyglisverða grein um malartekju í veiðiám í Fréttablaðið í febrúar í fyrra. Greinina er hægt að lesa hér.
Stangveiði Mest lesið Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Veiði hefst í Hítarvatni um helgina Veiði Eystri Rangá að taka við sér Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðistaðavefurinn með mjög ítarlegar lýsingar á vötnum og veiðisvæðum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði