Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2012 12:44 Sjóbirtingar eru að gefa sig á Suðurlandi, veiðimönnum til ómældrar ánægju. Mynd/Garðar Hollið sem opnaði svæði fjögur í Grenlæk á föstudag í síðustu viku tók veiðina með trompi og landaði samtals 196 fiskum áður en yfir lauk. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur sem selur leyfi í Grenlæk IV.„Það var frekar hvasst en þó þurrt þegar menn hófu veiði og komu á land á um 90 fiskar á fyrstu vaktinni. Rúmlega helmingur veiddist í Flóðinu sjálfu," hefst frásögnin á svfk.is.„Það var skaplegra veður daginn eftir og settu menn í 100 fiska til viðbótar. Var fiskurinn mikið dreifður og veiddist hann víða en þó mest í Flóðinu." Segir áfram að mikið af fiskinum hafi verið á bilinu tvö til fjögur pund og að einhverjir hrygningarfiskar hafi einnig fengist. Stærsti fiskurinn hafi verið tíu til tólf pund. Þann fisk hafi Björgvin Magnússon veitt í Flóðinu.„Það voru 196 fiskar sem fengust þegar upp var staðið og öllu sleppt nema kvótanum sem var tekinn," segir í fréttinni. Þess má geta að kvótinn er þrír sjóbirtingar á stöng en enginn kvóti er á bleikju og staðbundnum urrriða. Þá kemur fram að nú standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Stefnt sé að því að þeim ljúki um mánaðarmótin. Meðal annars sé verið að bæta við fjórða herberginu og stækka stofuna. Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Hollið sem opnaði svæði fjögur í Grenlæk á föstudag í síðustu viku tók veiðina með trompi og landaði samtals 196 fiskum áður en yfir lauk. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur sem selur leyfi í Grenlæk IV.„Það var frekar hvasst en þó þurrt þegar menn hófu veiði og komu á land á um 90 fiskar á fyrstu vaktinni. Rúmlega helmingur veiddist í Flóðinu sjálfu," hefst frásögnin á svfk.is.„Það var skaplegra veður daginn eftir og settu menn í 100 fiska til viðbótar. Var fiskurinn mikið dreifður og veiddist hann víða en þó mest í Flóðinu." Segir áfram að mikið af fiskinum hafi verið á bilinu tvö til fjögur pund og að einhverjir hrygningarfiskar hafi einnig fengist. Stærsti fiskurinn hafi verið tíu til tólf pund. Þann fisk hafi Björgvin Magnússon veitt í Flóðinu.„Það voru 196 fiskar sem fengust þegar upp var staðið og öllu sleppt nema kvótanum sem var tekinn," segir í fréttinni. Þess má geta að kvótinn er þrír sjóbirtingar á stöng en enginn kvóti er á bleikju og staðbundnum urrriða. Þá kemur fram að nú standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Stefnt sé að því að þeim ljúki um mánaðarmótin. Meðal annars sé verið að bæta við fjórða herberginu og stækka stofuna.
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði