Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 13. maí 2012 17:06 Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis. Blikar voru sterkari aðilinn til að byrja með og réðum ferðinni í upphafi fyrri hálfleiks en fyrsta skot leiksins átti Þordís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir tæplega tuttugu mínútna leik en boltinn fór rétt yfir. Eftir rúmlega hálftímaleik átti Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, fínt skot á markið en varnarmaður Fylkis náði að bjarga á marklínu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrri hálfleiknum og því var staðan 0-0 í hálfleik. Fylkir byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og komust í algjört dauðafæri þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá fór skot Önnu B. Bergþórsdóttur í þverslána, stórhættulegt. Strax í næstu sókn fengu Blikar hornspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir tók en spyrnan fór inn í miðjan vítateig gestanna þar sem Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Breiðablik því komið 1-0 yfir. Á 65. mínútu átti Rakel Hönnudóttir síðan frábært skot sem Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel í markinu hjá Fylki. Gestirnir voru samt sem áður ekki tilbúnar að gefast upp og um fimmtán mínútum fyrir leikslok náði fyrirliðin Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Margrét Björg Ástvaldsdóttir átti frábæra hornspyrnu sem rataði til Hrafnhildar sem náði að stýra boltanum í netið. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og það sést greinilega eftir úrslit fyrstu umferðar að deildin gæti orðið meira spennandi í ár en undanfarin tímabil.Önnur úrslit í kvöld:Afturelding-FH 1-1 Kristín Tryggvadóttir - Guðrún Bentína Frímannsdóttir (víti)Selfoss-KR 3-3 Valorie O'Brien 2, Eva Lind Elíasdóttir - Ólöf Ísberg, Freyja Viðarsdóttir, Anna Garðarsdóttir. Upplýsingar um markaskorara fengnir frá úrslit.net. Jón Páll: Mig langaði í öll stiginmynd/stefán„Ég hefði kannski verið sáttur með stigið í gær en eins og leikurinn spilaðist þá vildi ég þau öll," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við stóðum okkur vel og áttum þess vegna skilið að vinna leikinn og því er ég sáttur með stelpurnar." „Blikarnir spiluðu undan miklum vindi í fyrri hálfleik og mér fannst við verjast frábærlega en þær náðu bara einu skoti á markið. Þær koma síðan rosalega sterkar inn í síðari hálfleikinn og skora frábært mark. Eftir það jafnaðist leikurinn mikið og við áttum sannarlega skilið að jafna metin." „Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og það eigum við eftir að gera í næstu umferð gegn Stjörnunni." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jón hér að ofan. Hlynur: Þetta eru ekki nægilega góð úrslitmynd/stefán„Við erum bara vonsviknar með okkar leik," sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir jafnteflið í dag. „Við ætluðum okkur sigur í kvöld en því miður gekk það ekki upp. Við lögðum leikinn þannig að við ætluðum að vera meira með boltann og það tókst en við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi." „Þær skora eftir fast leikatriði sem ég er rosalega ósáttur með. Fylkir fékk rétt áður aukaspyrnu sem átti aldrei að verða og gjörsamlega fáránlegur dómur. Uppúr því fá þær hornspyrnu sem þeir ná að nýta sér." „Við fenguð auðvita algjört dauðafæri í lokin og þess vegna erum við virkilega vonsvikin með þessi úrslit."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hlyn með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira