Urriðinn að stækka í Laxá 25. maí 2012 21:26 Tíkin Njála stendur við fallegan urriða. Trausti Hafliðason Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR. "Samkvæmt tölulegum staðreyndum sem árnefnd sendi frá sér á dögunum var meðalþungi urriða í Laxárdal sl. sumar tæp tvö kílógrömm, eða nálega fjögur pund," segir á vef SVFR. "Hefur meðalþungi hægt og rólega verið að aukast á milli ára. Samsvarandi tölur fyrir veiðisvæðin í Mývatnssveit sumarið 2011 voru 1.6 kg eða rúmlega þrjú pund. Stórum hluta aflans síðastliðin ár hefur verið sleppt aftur lifandi í ána, og vænta má þess að þeir fiskar muni halda áfram að stækka. Sem dæmi um þetta var um 2.300 urriðum gefið líf á svæðunum í fyrrasumar." Veiði í Laxá í Laxárdal hefst eftir viku, eða laugardaginn 2. júní og veiði í Laxá í Mývatnssveit hefst þriðjudaginn 5. júní. Töluverð hlýindi eru fyrir norðan núna og getur það skipt sköpum fyrir veiðina í upphafi veiðitímabilsins. Það verður því mjög gaman að sjá hvernig veiðin verður í opnunni í þessum tveimur frægu ám. Á vef SVFR er sagt frá því að árnefndin hafi verið önnum kafin í vor. "Árnefndin hefur verið öflug nú í vor og skipti um blöndunartæki í sturtum, eldhúsi og á salernum, auk þess að keypt voru ný rúm í veiðihúsið. Eins hefur verið skipt út hluta af rúmum í Rauðhólum. Þess má geta að lokum að árnefnd Laxár hefur ákveðið að hefja skráningu á GPS-hnitum fyrir alla veiðistaði í Mývatnssveit og Laxárdal. Er það gert til þess að auðvelda veiðimönnum, ekki síst þeim sem nýir eru, að ná áttum á þessu víðfema veiðisvæði." Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði
Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR. "Samkvæmt tölulegum staðreyndum sem árnefnd sendi frá sér á dögunum var meðalþungi urriða í Laxárdal sl. sumar tæp tvö kílógrömm, eða nálega fjögur pund," segir á vef SVFR. "Hefur meðalþungi hægt og rólega verið að aukast á milli ára. Samsvarandi tölur fyrir veiðisvæðin í Mývatnssveit sumarið 2011 voru 1.6 kg eða rúmlega þrjú pund. Stórum hluta aflans síðastliðin ár hefur verið sleppt aftur lifandi í ána, og vænta má þess að þeir fiskar muni halda áfram að stækka. Sem dæmi um þetta var um 2.300 urriðum gefið líf á svæðunum í fyrrasumar." Veiði í Laxá í Laxárdal hefst eftir viku, eða laugardaginn 2. júní og veiði í Laxá í Mývatnssveit hefst þriðjudaginn 5. júní. Töluverð hlýindi eru fyrir norðan núna og getur það skipt sköpum fyrir veiðina í upphafi veiðitímabilsins. Það verður því mjög gaman að sjá hvernig veiðin verður í opnunni í þessum tveimur frægu ám. Á vef SVFR er sagt frá því að árnefndin hafi verið önnum kafin í vor. "Árnefndin hefur verið öflug nú í vor og skipti um blöndunartæki í sturtum, eldhúsi og á salernum, auk þess að keypt voru ný rúm í veiðihúsið. Eins hefur verið skipt út hluta af rúmum í Rauðhólum. Þess má geta að lokum að árnefnd Laxár hefur ákveðið að hefja skráningu á GPS-hnitum fyrir alla veiðistaði í Mývatnssveit og Laxárdal. Er það gert til þess að auðvelda veiðimönnum, ekki síst þeim sem nýir eru, að ná áttum á þessu víðfema veiðisvæði."
Stangveiði Mest lesið Mikið líf í Jónskvísl Veiði Þverá í Fljótshlíð að komast í gang Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land við Urriðafoss Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Veiði Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum Veiði