Helgarmaturinn - Matti gefur góða Eurovision-uppskrift 25. maí 2012 09:00 Matthías Matthíasson söngvari með meiru gefur okkur uppskrift að dýrindis laxi með góðu salati sem er tilvalin að prófa þessa Eurovision-helgi.Hráefni:3 hvítlauksrif2 ferskir rósmarínstönglarferskt laxaflak1 matskeið af ólífuolíu2 klípur af góðu saltipipar eftir smekk1 sítróna1 meðalstór sæt kartaflaAðferð: Sæt kartafla heil og meðalstór sett í ofn á 200 gráðum í klukkutíma, borin fram skorin í 3ja cm þykkar sneiðar með smjöri og smá Maldon-salti. Leggið laxinn með roðið niður á álpappír og skvettið örlítilli ólífuolíu yfir, setjið því næst hvítlauk og rósmarín yfir, vel saxað. Breiðið frekar þunnt skornar sítrónusneiðar yfir laxinn. Saltið og piprið. Grillist í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Fínt er að setja hann inn með kartöflunni síðustu 10 mínúturnar. Með þessum rétti er líka tilvalið að ofnbaka ferskt grænmeti. T.d. Gulrætur, Kúrbít eða hvað sem manni dettur í hug. Þá dreifið þið ólífuolíu yfir, saltið og piprið og setjið í ofninn með laxinum í u.þ.b. 35 mínútur, fer eftir hvað þið viljið hafa grænmetið stökkt. Sumarlegur, hollur og umfram allt bragðgóður réttur sem er auðvelt að búa til. Hvítvín eða bara íslenska vatnið steinliggur svo með þessu. Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið
Matthías Matthíasson söngvari með meiru gefur okkur uppskrift að dýrindis laxi með góðu salati sem er tilvalin að prófa þessa Eurovision-helgi.Hráefni:3 hvítlauksrif2 ferskir rósmarínstönglarferskt laxaflak1 matskeið af ólífuolíu2 klípur af góðu saltipipar eftir smekk1 sítróna1 meðalstór sæt kartaflaAðferð: Sæt kartafla heil og meðalstór sett í ofn á 200 gráðum í klukkutíma, borin fram skorin í 3ja cm þykkar sneiðar með smjöri og smá Maldon-salti. Leggið laxinn með roðið niður á álpappír og skvettið örlítilli ólífuolíu yfir, setjið því næst hvítlauk og rósmarín yfir, vel saxað. Breiðið frekar þunnt skornar sítrónusneiðar yfir laxinn. Saltið og piprið. Grillist í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Fínt er að setja hann inn með kartöflunni síðustu 10 mínúturnar. Með þessum rétti er líka tilvalið að ofnbaka ferskt grænmeti. T.d. Gulrætur, Kúrbít eða hvað sem manni dettur í hug. Þá dreifið þið ólífuolíu yfir, saltið og piprið og setjið í ofninn með laxinum í u.þ.b. 35 mínútur, fer eftir hvað þið viljið hafa grænmetið stökkt. Sumarlegur, hollur og umfram allt bragðgóður réttur sem er auðvelt að búa til. Hvítvín eða bara íslenska vatnið steinliggur svo með þessu.
Lax Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið