Sport

Sarah Blake komst ekki áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sarah Blake Bateman.
Sarah Blake Bateman. Mynd/Daníel
Sarah Blake Batman var rúmri sekúndu frá Íslandsmeti sínu í 100 m flugsundi á EM í Debrecen í Ungverjalandi í morgun.

Hún synti á 1:01,01 mínútu en hún setti Íslandsmetið á ÍM 50 í síðasta mánuði er hún synti vegalengdina á 59,93 sekúndum. Hún hafnaði í 28. sæti af 38 keppendum.

Sarah Blake á þó besta möguleika á að ná OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana í sumar í 50 m skriðsundi á laugardaginn. Þar vantar henni bætingu upp á aðeins 0,04 sekúndur.

Árni Már Árnason synti í 100 m skriðsundi í morgun og kom í mark á 51,18 sekúndum sem dugði í 45. sætið af 59 keppendum.

Þá varð Anton Sveinn McKee í fjórtánda sæti af 20 keppendum í 800 m skriðsundi er hann synti á 8:08,58 mínútum. Það er um hálfri sekúndu frá Íslandsmeti hans í greininni.

Uppfært 09.20: Íslenska boðssundssveitin í 4x200 m skriðsundi kvenna komst ekki áfram í undanúrslit. Sveitin synti á 8:25,78 mínútum og náði ekki að bæta met Ægis frá ÍM 50 í síðasta mánuði.

Íslensku sveitina skipuðu Eygló Ósk Gústafsdóttir, Eva Hannesdóttir, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×