Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. maí 2012 08:00 Rjúpur eiga undir högg að sækja og veiðidögum hefur verið fækkað stórlega. Mynd/GVA Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað 28,4 milljónum króna úr Veiðikortasjóði í styrki til ýmissa rannsóknarverkefna. Hæsti einstaki styrkurinn fer til rannsókna á rjúpum. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Að því er segir í frétt umhverfisráðuneytisins fékk Umhverfisstofnun í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð álit frá ráðgjafarnefnd sem í sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka. Þessir fengu styrkina úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.100.000 til verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Náttúrustofa Suðurlands, krónur 3.160.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2012. Háskóli Íslands ofl., krónur 2.980.000 til verkefnisins: Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu. Melrakkasetur Íslands, krónur 4.700.000 til verkefnisins: Vöktun íslenska refastofnsins. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.060.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.700.000 til verkefnisins Rjúpnarannsóknir 2012. Verkís, krónur 2.200.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa. Náttúrustofa Austurlands, krónur 1.500.000 til verkefnisins: Gæsabeitarálag á bújörðum. Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði
Umhverfisráðuneytið hefur úthlutað 28,4 milljónum króna úr Veiðikortasjóði í styrki til ýmissa rannsóknarverkefna. Hæsti einstaki styrkurinn fer til rannsókna á rjúpum. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Að því er segir í frétt umhverfisráðuneytisins fékk Umhverfisstofnun í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð álit frá ráðgjafarnefnd sem í sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka. Þessir fengu styrkina úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Náttúrustofa Norðausturlands, krónur 3.100.000 til verkefnisins: Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Náttúrustofa Suðurlands, krónur 3.160.000 til verkefnisins: Rannsóknir á lunda 2012. Háskóli Íslands ofl., krónur 2.980.000 til verkefnisins: Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu. Melrakkasetur Íslands, krónur 4.700.000 til verkefnisins: Vöktun íslenska refastofnsins. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.060.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi. Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 9.700.000 til verkefnisins Rjúpnarannsóknir 2012. Verkís, krónur 2.200.000 til verkefnisins: Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa. Náttúrustofa Austurlands, krónur 1.500.000 til verkefnisins: Gæsabeitarálag á bújörðum.
Stangveiði Mest lesið Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði