Golf

Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reiknað er með Stefáni Má á Eimskipsmótaröðinni um helgina en keppt verður í Eyjum.
Reiknað er með Stefáni Má á Eimskipsmótaröðinni um helgina en keppt verður í Eyjum.
Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru komnir í gegnum niðurskurðinn á Land Fleesensee Classic-mótinu í Þýskalandi. Þetta kemur fram á kylfingur.is.

Þórður Rafn lék annan hring mótsins í gær á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Hann er í 23. sæti á pari eftir tvo hringi.

Stefán Már lék hringinn í gær á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Segja má að hann hafi reddað sér á síðari níu holunum sem hann lék á pari. Hann slapp þó í gegnum niðurskurðinn á þremur yfir pari.

Mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þriðji hringur mótsins er leikinn í dag.

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×