DUST 514 vekur hrifningu á E3 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2012 13:48 Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan. Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta afsprengi tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP hefur átt velgengni að fagna á E3 ráðstefnunni (e. The Electronic Entertainment Expo) en hún fer nú fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu tvær nýjungar, skotleikinn DUST 514 sem og nýjustu viðbótina við EVE Online, Inferno. Leikjavefsíðan IGN, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, hefur nú valið DUST 514 sem einn af bestu leikjum ráðstefnunnar. Þannig stillir DUST 514 sér upp við leiki á borð við: Call of Duty - Black Ops 2, Crysis 3 og Halo 4. Talið er að sá síðastnefndi verði einn stærsti tölvuleikur ársins.Skjáskot úr DUST 514.mynd/CCPÞað voru þó ekki aðeins fréttaritarar IGN sem voru hrifnir af DUST 514, því PlayStation Official Magazine hefur valið leikinn sem einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum ráðstefnunnar. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir DUST 514 sem frumsýnt var á E3 hér fyrir ofan.
Leikjavísir Tengdar fréttir CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
CCP fer mikinn á E3 Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum. 5. júní 2012 13:59