Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 15:10 Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira