Ellefu laxar á fyrri vaktinni í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 5. júní 2012 14:27 Mikil stemmning var við Norðurá í morgun enda fjöldi fólks kominn til að fylgjast með opnuninni þar á meðal fjölmiðlar. Mynd / Trausti Hafliðason Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Alls veiddust 11 laxar á fyrri vaktinni í Norðurá í dag. Það þarf að fara aftur til ársins 1999 til að finna betri byrjun. "Ég var búinn að spá því að þetta yrði besta opnunin á þessari öld og þetta lítur bara mjög vel út, það er ekki hægt að segja annað," sagði Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, þegar Veiðivísir sló á þráðinn til hans nú í hádeginu. "Það eru laxar mjög víða í ánni og það veit á gott." Árið 1999 var opnunin frábær en þá veiddust 15 laxar fyrri vaktinni og 28 á þeirri seinni eða 43 laxar alls. Bjarni segir að fiskarnir sem hafi veiðst hafi allir verið vel haldnir og fallegir. Þeir stærstu ríflega 80 sentímetrar eða á bilinu 11 til 13 pund. Hann segist vongóður á framhaldið í dag.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði