Hættumerki innan hafta Magnús Halldórsson skrifar 5. júní 2012 12:14 Margt bendir til þess að íslenska ríkið geti með engu móti ábyrgst innlánsskuldbindingar bankanna, þá ekki síst vegna ríflega 1.700 milljarða skulda þess, sem er ríflega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er í gildi yfirlýsing um allsherjarríkisábyrgð á öllum innlánsskuldbindingum. Þetta virkar algjörlega fölsk ábyrðaryfirlýsing, innistæðulaus, þar sem innlánsskuldir bankanna nema vel á þriðja þúsund milljarða. Vandamálið verður síðan ekki minna þegar skuldir á sveitarstjórnarstiginu eru skoðaðar, en þær eru ógnvekjandi háar. Í lok árs 2010 námu þær 586 milljörðum króna, að teknu tilliti til bæði A og B hluta efnahagsreiknings þeirra. Tölurnar fyrir árið 2011 liggja ekki endanlega fyrir enn, samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skuldahlutfall opinberra skulda hér á landi miðað við landsframleiðslu er nálægt 150 prósent þegar skuldbindingar ríkis og sveitarfélaga eru samanteknar. Það er hátt hlutfall, samanborið við margar aðrar þjóðir, og alveg ljóst að halda verður vel á spöðunum á næstu árum ef ekki á illa að fara. Lítið má útaf bregða í þeim efnum, ekki síst þegar hugsað er til gjaldeyrishaftanna. Innan þeirra er falskur veruleiki. Nokkur hættumerki innan hafta virðast blasa við þessi misserin.1. Gjaldeyrishöftin eru farin að bjaga eignaverð. Það sést kannski best á því að lántökukostnaður hins opinbera er mun minni en hann ætti að vera, en ríkið er að fjármagna sig með neikvæðum raunvöxtum þessi misserin. Það er óhugsandi staða miðað við skuldastöðu ríkisins. Seðlabankinn hefur bent á það í sínum gögnum, nú síðast í Peningamálum, að ríkið þurfi að hafa það í huga að þetta sé falskt skjól. Áður en höftin eru afnumin þurfi ríkið að vera búið að greiða niður skuldir, og koma rekstri hins opinbera í sjálfbært horf. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hamraði á þessu í spurningatíma á síðasta kynningarfundi Peningastefnunefndar Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunar. Svo virðist sem nauðsynlegt sé að hamra á þessu gagnvart sveitarfélögunum líka, en þau hafa mun minna svigrúm til aðgerða heldur en ríkið, auk þess sem ríkið er á endanum í ábyrgð fyrir rekstur sveitarfélaga. Árum saman hafa verið uppi deilur um tekjustofna sveitarfélaga og þjónustustigið sem þeir eiga að standa undir. Þær hafa verið þverpólitískar og snúist um það að margir sveitarstjórnarmenn telja tekjur raunverulega ekki duga fyrir gjöldum, þegar allt er saman tekið í þjónustunni. Deilurnar hafa hins vegar aldrei verið almennilega til lykta leiddar, en full þörf er á því að flýta þeirri vinnu sem allra mest, og gera langtímaáætlun um sjálfbærni í rekstri þar sem tekjur duga fyrir gjöldum. Hún má ekki vera byggð á skýjaborgum eins og þeim sem borgarfulltrúarnir í Reykjavík, þvert á flokka, studdust við þegar þeir lögðu fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur í rúst. Um leið og höftin eru afnumin þá hrynur hin falska veröld. Fjármagnskostnaður mun hækka skarplega. Höftin eru að því leyti skuldaskjól. Krafan um að afnema höftin er um leið knýjandi krafa á ríki og sveitarfélög um að laga til í rekstrinum, greiða niður skuldir og gera langtímaáætlanir um leiðir út úr skuldavandanum.2. Ég skrifaði frétt á dögunum um það að MP banki væri að setja á fót sjóð, ásamt lífeyrissjóðum og fleiri fagfjárfestum, sem mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði. VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur nú formlega lokið við uppsetningu á slíkum sjóði ( FAST 1) og Arion banki, í gegnum dótturfyrirtæki sitt Stefni, hefur einnig sett slíkan sjóð á fót (SRE II). Þessir sjóðir eru að kaupa atvinnuhúsnæði sem er í langtímaleigu, fyrir tugi milljarða, gangi áformin eftir samkvæm áætlunum. Það sem virðist blasa við er að bjóða lífeyrissjóðum og fleiri fagfjárfestum, t.d. tryggingafélögum, upp á eignaflokk sem er ígildi verðtryggðrar eignar með stöðugri ávöxtun. Mikil vöntun er á ávöxtunarmöguleikum fyrir lífeyrissjóðina og aðra fagfjárfesta innan haftanna, en í lok apríl áttu lífeyrissjóðirnir tæplega 150 milljarða króna inn á innlánsreikningum og um helmingur af eignum þeirra eru bundnar í opinberum skuldum, sem er alltof mikið. Hagkerfið er stútfullt af peningum sem leita ávöxtunar, ekki síst vegna hafta. Ástæðan fyrir því að stofnsetning þessara sjóða, nánast samtímis, vekur upp spurningar hjá mér núna, er að þetta lítur út fyrir að geta verið bólueinkenni. Þ.e. að lífeyrissjóðirnir séu að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl, sem beinlínis þrýsti verðinu, og verðbólgunni þar með, upp. Eignastýringardeildir bankanna eru augljóslega í samkeppni um að fá lífeyrissjóðina í þessar fjárfestingar. Þetta er þó ekki algilt, þar sem vel staðsett atvinnuhúsnæði er líklegt til þess að halda verðgildi sínu í gegnum verðsveiflutímabil. Til einföldunar: Fjármagn virðist nú vera farið að þrýstast í eignaflokka sem það leitaði eflaust ekki jafn mikið í, ef ekki væri fyrir höftin. Þetta hlýtur að vekja fjárfesta til umhugsunar um hvaða áhrif höftin eru þegar farin að hafa á markaðsaðstæður og ávöxtunarmöguleika.3. Bankarnir hegða sér um margt einkennilega, þar sem þeir, í skjóli ríkisábyrgðar, vaða yfir samkeppnismarkaðinn með það að vopni að endurheimta kröfur sem best. Samræmd aðferðarfræði um að eigendur fyrirtækja geti lagt þeim til nýtt hlutafé upp á 10 prósent af eignum, og fengið allar skuldir umfram eignir afskrifaðar, er óæskilegt fyrirkomulag í samkeppnislegu tilliti. Bankastarfsmenn og forystumenn Samtaka atvinnulífsins, virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að þetta geti rústað samkeppnismarkaði til framtíðar og skapað vandamál sem koma ekki almennilega í ljós fyrr en eftir mörg ár. Ástæðan er sú að það getur tekið langan tíma að sjá viðbrögð á markaði við því hvað gerist þegar efnahagslegir hvatar á markaði eru skekktir stórkostlega. Þetta á t.d. við um það þegar fyrirtæki hafa stækkað markaðshlutdeild með lánsfé, sem reksturinn þarf síðan ekki að greiða til baka. Það er óeðlileg staða sem grefur augljóslega undan samkeppni. Það merkilega er að Fjármálaeftirlitið hefur heimilað bönkunum að stunda óskyldan rekstur, þó það sé bannað samkvæmt lögum, nema með sérstökum undantekningum. Ég tók á dögunum þátt í umræðufundi Samkeppniseftirlitsins, ásamt fleirum. Þar missti forstjóri Plastprents, Guðbrandur Sigurðsson, út úr sér hvernig skuldastaða félagsins væri eftir að það fór í gegnum skuldaniðurskurðinn í Landsbankanum, og var mjög ánægður með stöðu mála. Þá horfði Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, á hann og sagði orðrétt: „Frá þessu máttu auðvitað alls ekki segja." Þetta segir sýna sögu um hvernig landið liggur. Það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf að bankarnir, í skjóli ríkisábyrgðar, telji sig vita betur en fjárfestar hvaða rekstur á að fá að lifa og hver á að fá að deyja. Það er merkileg staða að bankarnir eigi 27 prósent af hlutafé í 120 stærstu fyrirtækjum landsins, eins og fram kemur í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Þó þetta hlutfall hafi minnkað hratt – ekki síst vegna þess að skuldir eru felldar niður á grundvelli fyrrnefndrar aðferðafræði – þá er ekki þar með sagt að þetta sé sjálfsagt mál. Þess vegna skiptir máli að um þetta sé rætt á sama tíma og þessi umsvifamikla endurskipulagning á íslensku atvinnulífi á sér stað. Það er betra að gera það í tíma, frekar en að vakna upp við vondan draum síðar, þegar hin falska veröld hverfur við afnám haftanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun
Margt bendir til þess að íslenska ríkið geti með engu móti ábyrgst innlánsskuldbindingar bankanna, þá ekki síst vegna ríflega 1.700 milljarða skulda þess, sem er ríflega 100 prósent af árlegri landsframleiðslu. Þrátt fyrir þetta er í gildi yfirlýsing um allsherjarríkisábyrgð á öllum innlánsskuldbindingum. Þetta virkar algjörlega fölsk ábyrðaryfirlýsing, innistæðulaus, þar sem innlánsskuldir bankanna nema vel á þriðja þúsund milljarða. Vandamálið verður síðan ekki minna þegar skuldir á sveitarstjórnarstiginu eru skoðaðar, en þær eru ógnvekjandi háar. Í lok árs 2010 námu þær 586 milljörðum króna, að teknu tilliti til bæði A og B hluta efnahagsreiknings þeirra. Tölurnar fyrir árið 2011 liggja ekki endanlega fyrir enn, samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skuldahlutfall opinberra skulda hér á landi miðað við landsframleiðslu er nálægt 150 prósent þegar skuldbindingar ríkis og sveitarfélaga eru samanteknar. Það er hátt hlutfall, samanborið við margar aðrar þjóðir, og alveg ljóst að halda verður vel á spöðunum á næstu árum ef ekki á illa að fara. Lítið má útaf bregða í þeim efnum, ekki síst þegar hugsað er til gjaldeyrishaftanna. Innan þeirra er falskur veruleiki. Nokkur hættumerki innan hafta virðast blasa við þessi misserin.1. Gjaldeyrishöftin eru farin að bjaga eignaverð. Það sést kannski best á því að lántökukostnaður hins opinbera er mun minni en hann ætti að vera, en ríkið er að fjármagna sig með neikvæðum raunvöxtum þessi misserin. Það er óhugsandi staða miðað við skuldastöðu ríkisins. Seðlabankinn hefur bent á það í sínum gögnum, nú síðast í Peningamálum, að ríkið þurfi að hafa það í huga að þetta sé falskt skjól. Áður en höftin eru afnumin þurfi ríkið að vera búið að greiða niður skuldir, og koma rekstri hins opinbera í sjálfbært horf. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hamraði á þessu í spurningatíma á síðasta kynningarfundi Peningastefnunefndar Seðlabankans vegna vaxtaákvörðunar. Svo virðist sem nauðsynlegt sé að hamra á þessu gagnvart sveitarfélögunum líka, en þau hafa mun minna svigrúm til aðgerða heldur en ríkið, auk þess sem ríkið er á endanum í ábyrgð fyrir rekstur sveitarfélaga. Árum saman hafa verið uppi deilur um tekjustofna sveitarfélaga og þjónustustigið sem þeir eiga að standa undir. Þær hafa verið þverpólitískar og snúist um það að margir sveitarstjórnarmenn telja tekjur raunverulega ekki duga fyrir gjöldum, þegar allt er saman tekið í þjónustunni. Deilurnar hafa hins vegar aldrei verið almennilega til lykta leiddar, en full þörf er á því að flýta þeirri vinnu sem allra mest, og gera langtímaáætlun um sjálfbærni í rekstri þar sem tekjur duga fyrir gjöldum. Hún má ekki vera byggð á skýjaborgum eins og þeim sem borgarfulltrúarnir í Reykjavík, þvert á flokka, studdust við þegar þeir lögðu fjárhag Orkuveitu Reykjavíkur í rúst. Um leið og höftin eru afnumin þá hrynur hin falska veröld. Fjármagnskostnaður mun hækka skarplega. Höftin eru að því leyti skuldaskjól. Krafan um að afnema höftin er um leið knýjandi krafa á ríki og sveitarfélög um að laga til í rekstrinum, greiða niður skuldir og gera langtímaáætlanir um leiðir út úr skuldavandanum.2. Ég skrifaði frétt á dögunum um það að MP banki væri að setja á fót sjóð, ásamt lífeyrissjóðum og fleiri fagfjárfestum, sem mun kaupa og reka atvinnuhúsnæði. VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur nú formlega lokið við uppsetningu á slíkum sjóði ( FAST 1) og Arion banki, í gegnum dótturfyrirtæki sitt Stefni, hefur einnig sett slíkan sjóð á fót (SRE II). Þessir sjóðir eru að kaupa atvinnuhúsnæði sem er í langtímaleigu, fyrir tugi milljarða, gangi áformin eftir samkvæm áætlunum. Það sem virðist blasa við er að bjóða lífeyrissjóðum og fleiri fagfjárfestum, t.d. tryggingafélögum, upp á eignaflokk sem er ígildi verðtryggðrar eignar með stöðugri ávöxtun. Mikil vöntun er á ávöxtunarmöguleikum fyrir lífeyrissjóðina og aðra fagfjárfesta innan haftanna, en í lok apríl áttu lífeyrissjóðirnir tæplega 150 milljarða króna inn á innlánsreikningum og um helmingur af eignum þeirra eru bundnar í opinberum skuldum, sem er alltof mikið. Hagkerfið er stútfullt af peningum sem leita ávöxtunar, ekki síst vegna hafta. Ástæðan fyrir því að stofnsetning þessara sjóða, nánast samtímis, vekur upp spurningar hjá mér núna, er að þetta lítur út fyrir að geta verið bólueinkenni. Þ.e. að lífeyrissjóðirnir séu að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl, sem beinlínis þrýsti verðinu, og verðbólgunni þar með, upp. Eignastýringardeildir bankanna eru augljóslega í samkeppni um að fá lífeyrissjóðina í þessar fjárfestingar. Þetta er þó ekki algilt, þar sem vel staðsett atvinnuhúsnæði er líklegt til þess að halda verðgildi sínu í gegnum verðsveiflutímabil. Til einföldunar: Fjármagn virðist nú vera farið að þrýstast í eignaflokka sem það leitaði eflaust ekki jafn mikið í, ef ekki væri fyrir höftin. Þetta hlýtur að vekja fjárfesta til umhugsunar um hvaða áhrif höftin eru þegar farin að hafa á markaðsaðstæður og ávöxtunarmöguleika.3. Bankarnir hegða sér um margt einkennilega, þar sem þeir, í skjóli ríkisábyrgðar, vaða yfir samkeppnismarkaðinn með það að vopni að endurheimta kröfur sem best. Samræmd aðferðarfræði um að eigendur fyrirtækja geti lagt þeim til nýtt hlutafé upp á 10 prósent af eignum, og fengið allar skuldir umfram eignir afskrifaðar, er óæskilegt fyrirkomulag í samkeppnislegu tilliti. Bankastarfsmenn og forystumenn Samtaka atvinnulífsins, virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að þetta geti rústað samkeppnismarkaði til framtíðar og skapað vandamál sem koma ekki almennilega í ljós fyrr en eftir mörg ár. Ástæðan er sú að það getur tekið langan tíma að sjá viðbrögð á markaði við því hvað gerist þegar efnahagslegir hvatar á markaði eru skekktir stórkostlega. Þetta á t.d. við um það þegar fyrirtæki hafa stækkað markaðshlutdeild með lánsfé, sem reksturinn þarf síðan ekki að greiða til baka. Það er óeðlileg staða sem grefur augljóslega undan samkeppni. Það merkilega er að Fjármálaeftirlitið hefur heimilað bönkunum að stunda óskyldan rekstur, þó það sé bannað samkvæmt lögum, nema með sérstökum undantekningum. Ég tók á dögunum þátt í umræðufundi Samkeppniseftirlitsins, ásamt fleirum. Þar missti forstjóri Plastprents, Guðbrandur Sigurðsson, út úr sér hvernig skuldastaða félagsins væri eftir að það fór í gegnum skuldaniðurskurðinn í Landsbankanum, og var mjög ánægður með stöðu mála. Þá horfði Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, á hann og sagði orðrétt: „Frá þessu máttu auðvitað alls ekki segja." Þetta segir sýna sögu um hvernig landið liggur. Það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf að bankarnir, í skjóli ríkisábyrgðar, telji sig vita betur en fjárfestar hvaða rekstur á að fá að lifa og hver á að fá að deyja. Það er merkileg staða að bankarnir eigi 27 prósent af hlutafé í 120 stærstu fyrirtækjum landsins, eins og fram kemur í skýrslu Samkeppniseftirlitsins. Þó þetta hlutfall hafi minnkað hratt – ekki síst vegna þess að skuldir eru felldar niður á grundvelli fyrrnefndrar aðferðafræði – þá er ekki þar með sagt að þetta sé sjálfsagt mál. Þess vegna skiptir máli að um þetta sé rætt á sama tíma og þessi umsvifamikla endurskipulagning á íslensku atvinnulífi á sér stað. Það er betra að gera það í tíma, frekar en að vakna upp við vondan draum síðar, þegar hin falska veröld hverfur við afnám haftanna.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun