Þrír laxar á land í Blöndu í morgun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. júní 2012 11:00 Hermann Svendsen veiddi þessa fallegu 17 punda hrygnu í Blöndu í morgun. Tveir nýgengnir laxar og einn hoplax að auki hafa fengist í morgun við opnun svæðis 1 í Blöndu. Þetta kemur fram á agn.is. Hermann Svendsen veiddi fyrsta laxinn. Eins og kom fram á Vísi fyrr í morgun veiddist fyrsti laxinn einnig í morgun í Norðurá þegar sumarveiðin opnaði þar. "Blanda opnaði í morgun og eru "þrír" laxar komnir á land nú þegar. Tveir glæsilegir nýgengnir laxar úr Damminum og svo einn hoplax á Breiðunni. Fyrsti í Blöndu kom á land klukkan 7.28 eftir harða baráttu. Veiddist hann því aðeins örfáum mínútum á eftir fyrsta laxi sumarsins sem veiddist í Norðurá, en veiðar hófust einnig í Norðuránni í morgun. Bjarni Júl, formaður SVFR, veiddi því fyrsta lax sumarsins, sem reyndist vera hrygna og var áætluð 10 pund. Að Bjarni og Norðuráin hafi orðið fyrri til í morgun á sér þó eðlilegar skýringar því eins og flestir vita sem þekkja til Blöndu, þá tekur mjög langan tíma að eiga við nýgengna stórlaxa af Blöndukyni. Tímamismunur hefur sjálfsagt einnig nokkur áhrif. Svo sannarlega frábær tíðindi og við bíðum spennt eftir frekari tíðindum frá þeim sem standa vaktina við árnar sem opnuðu í morgun," segir á agn.is Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði
Tveir nýgengnir laxar og einn hoplax að auki hafa fengist í morgun við opnun svæðis 1 í Blöndu. Þetta kemur fram á agn.is. Hermann Svendsen veiddi fyrsta laxinn. Eins og kom fram á Vísi fyrr í morgun veiddist fyrsti laxinn einnig í morgun í Norðurá þegar sumarveiðin opnaði þar. "Blanda opnaði í morgun og eru "þrír" laxar komnir á land nú þegar. Tveir glæsilegir nýgengnir laxar úr Damminum og svo einn hoplax á Breiðunni. Fyrsti í Blöndu kom á land klukkan 7.28 eftir harða baráttu. Veiddist hann því aðeins örfáum mínútum á eftir fyrsta laxi sumarsins sem veiddist í Norðurá, en veiðar hófust einnig í Norðuránni í morgun. Bjarni Júl, formaður SVFR, veiddi því fyrsta lax sumarsins, sem reyndist vera hrygna og var áætluð 10 pund. Að Bjarni og Norðuráin hafi orðið fyrri til í morgun á sér þó eðlilegar skýringar því eins og flestir vita sem þekkja til Blöndu, þá tekur mjög langan tíma að eiga við nýgengna stórlaxa af Blöndukyni. Tímamismunur hefur sjálfsagt einnig nokkur áhrif. Svo sannarlega frábær tíðindi og við bíðum spennt eftir frekari tíðindum frá þeim sem standa vaktina við árnar sem opnuðu í morgun," segir á agn.is
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði