Fjölskyldan til veiða á sunnudaginn! 19. júní 2012 12:23 Fátt er ánægjulegra en að verja tíma við veiðar. Smáfólkið er oft ótrúlega veiðið. Mynd/Svavar Hávarðsson Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar. Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði
Veiðidagur fjölskyldunnar verður haldinn næstkomandi sunnudag, 24. júní. Þá gefst landsmönnum kostur á að veiða án endurgjalds í fjölmörgum vötnum víðsvegar um landið. Landssamband Stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir Veiðidegi Fjölskyldunnar í á þriðja áratug ásamt veiðiréttareigendum. Hugmyndin á bak við daginn er að kynna stangveiði sem fjölskylduíþrótt. Í ár verður 28 vötn í boði á veiðideginum. Eftirtaldir veiðistaðir verða í boði frítt fyrir alla fjölskylduna: Á Suðvesturhorni landsins verður frítt að veiða í Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni, Þingvallavatni fyrir landi Þjóðgarðsins og Úlfljótsvatni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum verður frítt að veiða í Geitabergsvatni, Þórisstaðavatni, Eyrarvatni, Langavatni á Mýrum, Hítarvatni, Vatnasvæði Lýsu, Hraunsfjarðarvatni, Baulárvallavatni, Haukadalsvatni, Vatnsdalsvatni í Vatnsfirði og Syðridalsvatni í Bolungarvík. Á Norðurlandi verður frítt að veiða í Hópinu, Höfðavatni, Vestmannsvatni, Botnsvatni, Ljósavatni, Hraunhafnarvatni, Æðarvatni og Arnarvatni. Á Austurlandi verður frítt að veiða í Kringluvatni, Urriðavatni, Langavatni, Víkurflóði, og Þveit.Nánari upplýsingar um veiðisvæðin er að finna í bæklingi LS um Veiðidag fjölskyldunnar.
Stangveiði Mest lesið Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði 17 laxar úr Víðidalsá í gær Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Boðið í veiði næsta sunnudag í Hlíðarvatn Veiði Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Veiði 100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Veiði