Laxveiði fer hægt af stað Trausti Hafliðason skrifar 15. júní 2012 15:28 Orri Vigfússon, formaður NASF. Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), segir erfitt að spá fyrir um laxveiðina hérlendis í sumar. Hann segir veiðina í ánum umhverfis Atlantshafið hafa farið hægt af stað. Í samtali við Veiðivísi segir Orri að dauft hafi verið yfir ám í Skotlandi og Noregi. Sömu sögu megi reyndar segja um Írland og Spán en í Frakklandi hafi fyrir skömmu komið smá skot. Það hafi verið í ám á Bretaníuskaga. Hann segir að í norðvesturhluta Rússlands hafi ástandið verið aðeins skárra. Ár sem renni á Kólaskaganum í Hvítahaf hafi gefið vel í byrjun vertíðar. Töluvert hefur verið rædd um góða byrjun á laxveiðinni hérlendis í sumar og margir bjartsýnir á gott veiðisumar. Orri deilir ekki endilega þeirri skoðun. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um sumarið því enn sé lítið að marka aflatölur úr íslenskum ám. Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði
Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), segir erfitt að spá fyrir um laxveiðina hérlendis í sumar. Hann segir veiðina í ánum umhverfis Atlantshafið hafa farið hægt af stað. Í samtali við Veiðivísi segir Orri að dauft hafi verið yfir ám í Skotlandi og Noregi. Sömu sögu megi reyndar segja um Írland og Spán en í Frakklandi hafi fyrir skömmu komið smá skot. Það hafi verið í ám á Bretaníuskaga. Hann segir að í norðvesturhluta Rússlands hafi ástandið verið aðeins skárra. Ár sem renni á Kólaskaganum í Hvítahaf hafi gefið vel í byrjun vertíðar. Töluvert hefur verið rædd um góða byrjun á laxveiðinni hérlendis í sumar og margir bjartsýnir á gott veiðisumar. Orri deilir ekki endilega þeirri skoðun. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um sumarið því enn sé lítið að marka aflatölur úr íslenskum ám.
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði