Bleikjan að gefa sig í Hraunsfirðinum! 13. júní 2012 18:21 Ómar með eina glæislega úr Hraunsfirðinum. Veiðikortið Ómar Smári Óttarsson, 14. ára hafnfirskur veiðidellukarl, átti skemmtilegan dag í Hraunsfirði þann 9. júní. Hann fékk sex fallegar bleikjur og hann segir í viðtali á vefnum veidikortid.is að mikið sé af bleikju í firðinum. Vatnaveiðin virðist vera komin á fleygiferð. Það getur þó verið misjafnt hvernig og hvenær menn hitta á silung, en því fékk Sigurður Valgeirsson að kynnast sem 11. júní fór til veiða á Þingvöllum. Ekkert gekk og hann varð lítið var við fiska. Hann fór síðan aftur morguninn eftir og var mættur eldsnemma í Vatnsvíkina; þá var stilla og fiskur að vaka út um allt. Það gekk erfiðlega að fá bleikjuna til að taka en það var eins og hún væri í æti í yfirborðinu og leit ekki einu sinni við þurrflugu þrátt fyrir það. Skömmu síðar kom smá gára á vatnið og þá setti Sigurður undir nýja flugu frá Júlíusi í Veiðikofanum og fékk hann 5 glæsilegar bleikjur. Stærðin á þeim var frá einu og upp í 5 pund. Einnig má nefna að veiðimenn hafa verið að fá fína veiði í Meðalfellsvatni þó svo fiskurinn sé ekki mjög stór þá er mikið af honum og þægilegt fyrir yngri kynslóðina að veiða þar. Úlfljótsvatn hefur einnig verið að gefa fínar bleikjur síðustu daga og Kleifarvatn farið að gefa einn og einn fisk en vatnið hefur farið óvanalega rólega af stað en nú virðist það vera að taka við sér. Ómar Smári er Veiðivísi ekki ókunnugur og hér má lesa viðtal við þennan lúnkna veiðimann. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Kuldaleg byrjun á fyrsta veiðidegi ársins Veiði Farið að bera á sjóbirting Veiði
Ómar Smári Óttarsson, 14. ára hafnfirskur veiðidellukarl, átti skemmtilegan dag í Hraunsfirði þann 9. júní. Hann fékk sex fallegar bleikjur og hann segir í viðtali á vefnum veidikortid.is að mikið sé af bleikju í firðinum. Vatnaveiðin virðist vera komin á fleygiferð. Það getur þó verið misjafnt hvernig og hvenær menn hitta á silung, en því fékk Sigurður Valgeirsson að kynnast sem 11. júní fór til veiða á Þingvöllum. Ekkert gekk og hann varð lítið var við fiska. Hann fór síðan aftur morguninn eftir og var mættur eldsnemma í Vatnsvíkina; þá var stilla og fiskur að vaka út um allt. Það gekk erfiðlega að fá bleikjuna til að taka en það var eins og hún væri í æti í yfirborðinu og leit ekki einu sinni við þurrflugu þrátt fyrir það. Skömmu síðar kom smá gára á vatnið og þá setti Sigurður undir nýja flugu frá Júlíusi í Veiðikofanum og fékk hann 5 glæsilegar bleikjur. Stærðin á þeim var frá einu og upp í 5 pund. Einnig má nefna að veiðimenn hafa verið að fá fína veiði í Meðalfellsvatni þó svo fiskurinn sé ekki mjög stór þá er mikið af honum og þægilegt fyrir yngri kynslóðina að veiða þar. Úlfljótsvatn hefur einnig verið að gefa fínar bleikjur síðustu daga og Kleifarvatn farið að gefa einn og einn fisk en vatnið hefur farið óvanalega rólega af stað en nú virðist það vera að taka við sér. Ómar Smári er Veiðivísi ekki ókunnugur og hér má lesa viðtal við þennan lúnkna veiðimann. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Bleikjan í Brúará komin í tökustuð Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Kuldaleg byrjun á fyrsta veiðidegi ársins Veiði Farið að bera á sjóbirting Veiði