Gekk yfir Grænlandsjökul 13. júní 2012 09:15 Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni. Vilborg Arna Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið leiðangri sínum þvert yfir Grænlandsjökul. Leiðangurinn tók í heildina 29 daga af þeim þurftu þau að bíða af sér fjóra daga í tjaldi á meðan úti geysuðu jökulstormar. Á meðan á leiðangrinum stóð þurftu þau að takast á við margar áskoranir eins og erfitt skíðafæri og veðurfar, brotnar skíðabindingar og að lokum hitabylgju sem gerði það að verkum að jökullinn var ófær vegna krapa og jökuláa á síðustu dagleðinni. Því þurfti teymið að fá far með Air Greenland neðst á jöklinum. Vilborg sem stýrði leiðangrinum segir að ferðin hafi verið mjög ánægjuleg. ,,Það skiptir miklu máli að geta látið sér líða vel í öllum aðstæðum hvort sem úti geysi vond veður eða það sé glampandi sól og blíða. Leiðangur sem þessi er mikil áskorun og maður þarf að vera tilbúin að mæta líkamlegu erfiði sem og óvæntum uppákomum," segir hún. Búnaðurinn dreginn á púlkum yfir jökulinn„Dagarnir hófust á því að klukkan 7 á morgnana byrjuðum við á að bræða vatn í fyrir morgunmatinn og drykkjarvatn fyrir daginn. Að morgunmat loknum gengum við frá dótinu okkar þannig að þegar vatnsbræðslan var búin gátum við stax byrjað að taka niður tjaldið. Skíðað var að jafnaði í 8 – 10 klst á dag. Að skíðadegi loknum hefst vinna við að setja upp búðir, bræða vatn og að lokum snæða kvöldverð. Hægara gengur upp að hæsta punkti austan megin og þar er veður farið einnig erfiðara. Þegar komið er yfir hábunguna fer allt að ganga hraðar og lengri vegalengdir skíðaðar á degi hverjum. Stysti dagurinn var 10 km en sá lengsti rúmlega 54 km. Allur búnaður og vistir eru dregnar á púlkum sem í upphafi vega um 75 kg,“ segir Vilborg.Vel undirbúin og rétt klædd Vilborg og Valdimar fóru vel undirbúin í ferðina og gátu m.a. aðstoðað annan leiðangur sem þau hittu með viðgerðir skíðabindingunum þeirra. Að sögn Vilborgar var mjög gaman að hitta annan leiðangur og geta borið saman bækur og skipst á upplýsingum. „Rétt val á fatnaði skiptir miklu máli fyrir ferð sem þessa og fatnaðurinn frá 66° Norður var fullkominn fyrir þær aðstæður sem við mættum á leiðinni,“ segir Vilborg. Skoða má myndir úr leiðangrinum í meðfylgjandi myndasafni.
Vilborg Arna Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira