Stórlaxahelgi í Blöndu 11. júní 2012 18:17 Þessi stórlax fær sumardvöl í Laxasetrinu á Blöndusósi. Lax-á Veiði var áfram með miklum ágætum um helgina í Blöndu, á laugardaginn komu reyndar bara tveir laxar á land en þeir voru fallegir; 10 og 11 pund. Á sunnudaginn komu vanir menn til veiða og komu þá upp 7 laxar og var meðalvigtin með afbrigðum góð. Sá minnsti var 9 pund en þeir stærstu voru 18 og 19 pund – restin var á bilinu 11 og 13 pund. Þeir sem luku svo veiðum í morgun voru einnig með sjö laxa – þar á meðal tvo í kringum 15 pundin. Það er óhætt að segja að það sé líf í tuskunum fyrir norðan, eins og kemur fram á heimasíðu Lax-ár. Annar þessara stóru frá því á sunnudag hefur nú fengið aðsetur á hinu nýstofnaða Laxasetri á Blönduósi og mun þar fá undir sig sérhannað búr í sumar. Laxinn er nú í geymslukari í Laxasetrinu á meðan lokahönd er lögð á sérhannaða laxabúrið. Veiðivísir hefur fyrr fjallað um Laxasetrið á Blönduósi sjá hér. Lax-á á einhverjar stangir lausar á næstu dögum í Blöndu, en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Veiði var áfram með miklum ágætum um helgina í Blöndu, á laugardaginn komu reyndar bara tveir laxar á land en þeir voru fallegir; 10 og 11 pund. Á sunnudaginn komu vanir menn til veiða og komu þá upp 7 laxar og var meðalvigtin með afbrigðum góð. Sá minnsti var 9 pund en þeir stærstu voru 18 og 19 pund – restin var á bilinu 11 og 13 pund. Þeir sem luku svo veiðum í morgun voru einnig með sjö laxa – þar á meðal tvo í kringum 15 pundin. Það er óhætt að segja að það sé líf í tuskunum fyrir norðan, eins og kemur fram á heimasíðu Lax-ár. Annar þessara stóru frá því á sunnudag hefur nú fengið aðsetur á hinu nýstofnaða Laxasetri á Blönduósi og mun þar fá undir sig sérhannað búr í sumar. Laxinn er nú í geymslukari í Laxasetrinu á meðan lokahönd er lögð á sérhannaða laxabúrið. Veiðivísir hefur fyrr fjallað um Laxasetrið á Blönduósi sjá hér. Lax-á á einhverjar stangir lausar á næstu dögum í Blöndu, en þeim fækkar hratt. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skotveiðimenn tæta dýralögmanninn í sig Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði Frábær veiði í Hlíðarvatni í gær Veiði Fjórir laxar fyrsta daginn í Bíldsfelli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Treg taka en nóg af laxi Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði