Fanndís Friðriksdóttir: Ég hélt að flugmaðurinn ætlaði inn í markið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 21:40 Fanndís og félagar unnu í kvöld sinn fyrsta bikarsigur síðan sumarið 2009. Mynd / Stefán „Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
„Það var flugeldasýning, listflug, skrúðganga, lúðrasveit, þrjú rauð spjöld, framlenging, vítaspyrnukeppni. Blóð sviti og tár. Það var allt að gerast," sagði Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Blika þegar hún var spurð hvað hefði eiginlega verið í gangi í Eyjum í kvöld. Blikar unnu ótrúlegan 9-8 sigur á ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í Eyjum í kvöld. Á sama tíma og leikurinn fór fram var setningarathöfn árlegs Shell-móts í Eyjum í gangi sem setti svip sinn á leikinn. „Leikurinn byrjaði á flugeldasýningu og lauk með listflugi yfir vellinum. Maður hélt á tímabili að flugvélin væri á leiðinni inn í markið. Ég er ekki að grínast. En þetta var mjög flott hjá flugmanninum, hann má eiga það," sagði Fanndís hlæjandi og viðurkenndi að erfitt hafi verið að halda einbeitingu á meðan öllu þessu stóð í námunda við Hásteinsvöll. „Ég hugsa að þetta sé skrýtnasti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í," segir Fanndís sem skoraði tvívegis í leiknum. Fanndís kom Blikum í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Eyjakonur jöfnuðu í viðbótartíma. Fanndís var aftur á ferðinni seint í framlengingunni og kom Blikum í 4-3 og útlitið gott. Manni færri tók varamaðurinn eldfljóti Shaneka Gordon til sinna ráða og skoraði jöfnunarmark Eyjamanna og sendi leikinn í vítaspyrnukeppni. „Ég skil ekki af hverju hún (Gordon) var ekki í byrjunarliðinu hjá þeim. Hún spændi upp vörnina okkar hægri vinstri og var hættuleg í hvert skipti sem hún fékk boltann. Hún var algjör yfirburðarmaður og jafnaði metin upp á sitt einsdæmi," sagði Fanndís um Jamaíkakonuna sem kom inn á í síðari hálfleik. Fanndís var á leið í Herjólf á leið á fast land þegar undirritaður heyrði í henni hljóðið. Fanndís á ættir að rekja til Eyja en faðir hennar, landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Friðrik Friðriksson, er úr Eyjum. „Ég kann mjög vel við mig í Eyjum. Það er alltaf smá ÍBV-maður í mér en nú er ég búin að koma hingað tvisvar í sumar og fara heim með sigur. Það er örugglega ekkert vel séð að ég fari heim með sigur en ég er kampakát með þetta," sagði fyrirliði Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. 28. júní 2012 17:46