Árásin var persónuleg VG skrifar 21. júní 2012 10:26 Andrea Kristín Unnarsdóttir hlaut þyngsta dóminn. Um persónulegar deilur var að ræða á milli hennar og fórnarlambsins. Það var persónulegur ágreiningur sem stigmagnaðist og náði svo að lokum hámarki sem var rótin að árás á konu í Hafnarfirði í desember á síðasta ári, en dómur féll í málinu í gær. Þá var Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi sýknaður af málinu. Í dómsniðurstöðunni segir að ekkert bendi til þess að hann hafi komið að árásinni og að glæpurinn hafi ekki tengst skipulagðri glæpastarfsemi eins og lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins.Við vörum við lýsingum á ofbeldinu sem finna má hér fyrir neðan. Það var Andrea Kristín Unnarsdóttir sem hlaut þyngsta dóminn í málinu. Hún var dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa misþyrmt konunni með hrottalegum hætti á heimili hennar í desember á síðasta ári. Þá voru þeir Elías Valdimar Jónsson, Jón Ólafsson og Óttar Gunnarsson einnig dæmdir fyrir árásina. Í framburð Andreu í yfirheyrslum kemur fram að fórnarlambið hafi haft undir höndum síma í hennar eigu sem innihélt mjög persónulegar myndir af henni. Myndirnar hafi eingöngu verið ætlaðar manninum hennar en fórnarlambið hafi hótað að birta myndirnar á netinu. Þá hafi þær einnig deilt um mótorhjól sem fórnarlambið hafði sótt áður, en Andrea sagðist hafa keypt það af fyrrverandi sambýlismanni fórnarlambsins. Töluvert síðar átti raunar eftir að koma í ljós að hjólið var stolið. Þessi deila náði svo hámarki 22. desember þegar þau héldu að heimili fórnarlambsins. Óttar, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn í árásinni, opnaði útidyrahurðina en hann bjó um tíma í húsi fórnarlambsins. Þess ber þó að geta að hann kom með engum hætti að árásinni sjálfri. Þetta gerði það að verkum að Andrea, Elías og Jón komust óhindrað inn. Þar veittust þau með ofbeldi að konunni, slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hennar og líkama, meðal annars með leðurkylfu, skelltu henni í gólfið, drógu hana á hárinu um íbúðina, reyttu og klipptu eða skáru hár hennar og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í hægri vísifingur hennar, slitu upp nögl á sama fingri, hótuðu því að taka af henni alla fingur ef hún segði til þeirra og neyddu upp í hana fíkniefnum. Þá lagði Andrea hníf að hálsi konunnar auk þess sem hún tók um háls hennar og þrengdi að öndunarvegi. Elías er svo sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn konunni með því að stinga fingrum upp í endaþarm konunnar og leggöng og klemma á milli. Hann hlaut fjögurra á ára fangelsi, eins og Jón. Þau eru öll sýknuð af ákæru um skipulagða glæpastarfsemi en í dóminum segir að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið skipulögð af glæpasamtökum. Meðal annars hafi lögreglan haft undir höndum dagbækur Hells Angels og þar bendi fátt sem ekkert til þess að tengsl hafi verið á milli Vítisenglanna og hinna dæmdu. Enda var forsprakki samtakanna sýknaður, þó hann hafi verið í nokkru sambandi við Andreu fyrir árásina. Orðrétt segir svo í niðurstöðu dómara: „Eins og fram hefur komið eiga atvik málsins rót að rekja til persónulegs ágreinings brotaþola og ákærðu Andreu, en þær munu hafa þekkst lengi og verið nánar." Tengdar fréttir Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45 Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Það var persónulegur ágreiningur sem stigmagnaðist og náði svo að lokum hámarki sem var rótin að árás á konu í Hafnarfirði í desember á síðasta ári, en dómur féll í málinu í gær. Þá var Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi sýknaður af málinu. Í dómsniðurstöðunni segir að ekkert bendi til þess að hann hafi komið að árásinni og að glæpurinn hafi ekki tengst skipulagðri glæpastarfsemi eins og lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins.Við vörum við lýsingum á ofbeldinu sem finna má hér fyrir neðan. Það var Andrea Kristín Unnarsdóttir sem hlaut þyngsta dóminn í málinu. Hún var dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa misþyrmt konunni með hrottalegum hætti á heimili hennar í desember á síðasta ári. Þá voru þeir Elías Valdimar Jónsson, Jón Ólafsson og Óttar Gunnarsson einnig dæmdir fyrir árásina. Í framburð Andreu í yfirheyrslum kemur fram að fórnarlambið hafi haft undir höndum síma í hennar eigu sem innihélt mjög persónulegar myndir af henni. Myndirnar hafi eingöngu verið ætlaðar manninum hennar en fórnarlambið hafi hótað að birta myndirnar á netinu. Þá hafi þær einnig deilt um mótorhjól sem fórnarlambið hafði sótt áður, en Andrea sagðist hafa keypt það af fyrrverandi sambýlismanni fórnarlambsins. Töluvert síðar átti raunar eftir að koma í ljós að hjólið var stolið. Þessi deila náði svo hámarki 22. desember þegar þau héldu að heimili fórnarlambsins. Óttar, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn í árásinni, opnaði útidyrahurðina en hann bjó um tíma í húsi fórnarlambsins. Þess ber þó að geta að hann kom með engum hætti að árásinni sjálfri. Þetta gerði það að verkum að Andrea, Elías og Jón komust óhindrað inn. Þar veittust þau með ofbeldi að konunni, slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hennar og líkama, meðal annars með leðurkylfu, skelltu henni í gólfið, drógu hana á hárinu um íbúðina, reyttu og klipptu eða skáru hár hennar og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í hægri vísifingur hennar, slitu upp nögl á sama fingri, hótuðu því að taka af henni alla fingur ef hún segði til þeirra og neyddu upp í hana fíkniefnum. Þá lagði Andrea hníf að hálsi konunnar auk þess sem hún tók um háls hennar og þrengdi að öndunarvegi. Elías er svo sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn konunni með því að stinga fingrum upp í endaþarm konunnar og leggöng og klemma á milli. Hann hlaut fjögurra á ára fangelsi, eins og Jón. Þau eru öll sýknuð af ákæru um skipulagða glæpastarfsemi en í dóminum segir að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið skipulögð af glæpasamtökum. Meðal annars hafi lögreglan haft undir höndum dagbækur Hells Angels og þar bendi fátt sem ekkert til þess að tengsl hafi verið á milli Vítisenglanna og hinna dæmdu. Enda var forsprakki samtakanna sýknaður, þó hann hafi verið í nokkru sambandi við Andreu fyrir árásina. Orðrétt segir svo í niðurstöðu dómara: „Eins og fram hefur komið eiga atvik málsins rót að rekja til persónulegs ágreinings brotaþola og ákærðu Andreu, en þær munu hafa þekkst lengi og verið nánar."
Tengdar fréttir Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45 Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45
Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20