Íslenski boltinn

Torfi Karl tryggði Ólsurum þrjú stig og toppsætið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víkingur Ólafsvík komst á topp 1. deildar karla í knattspyrnu með 1-0 útisigri á ÍR í Breiðholtinu í kvöld.

Hinn tvítugi Torfi Karl Ólafsson, lánsmaður frá KR, skoraði eina mark leiksins á 23. mínútu. Torfi hafði komið inn á sem varamaður á 14. mínútu fyrir Clark Keltie.

Með sigrinum komust Ólsarar upp á topp 1. deildarinnar með 19 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara frá Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×