Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2012 16:37 Mynd/Ernir Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við," Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við,"
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira