Náði 101 sentímetra hæng á fimmuna 16. júlí 2012 11:24 Nýrunninn stórlax sem þessi gæti vel rifið vigt í 22 pundin. Mynd/Jóhann Hafnfjörð Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Glæsilegur 101 sentímetra hængur veiddist í Efri Gapastokk í Víðidalsá á fyrri vaktinni á laugardaginn. Það var Jóhann Hafnfjörð sem náði þessum fallega fiski á fluguna Green Braham nr. 14 og notaði hann léttan búnað eða stöng fyrir línu 5. Þetta er annar laxinn úr Víðidalsá í sumar sem rífur 20 punda múrinn en það er óhætt að fullyrða að hængurinn hans Jóhanns vigtar ekki minna en 21 pund, samkvæmt töflu Veiðimálastofnunar um samband þyndar og lengdar á laxi. Upplýsingar frá Lax-á greina frá því að það tók Jóhann um 15 mínútur að landa laxinum sem stökk ítrekað áður en honum var landað. Talsvert er af nýjum fiski að ganga í Víðidalsá og voru veiðimenn að setja í þónokkuð af fiski um helgina. Vatnsleysi setur þó mark sitt á veiði í Víðidalnum eins og annars staðar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði